Hafa sjúkdómar í neðra kviðarholi áhrif á kynlífið?

Næstum allir sjúkdómar í neðra kviðarholi, einnig í þvagfærum og neðanverðum þörmum, geta haft áhrif á kynlífið. Það eru aðallega verkir, eymsli, sviði, útferð og blæðingar sem geta valdið því að kynlíf, og þá sérstaklega samfarir, verður óþægilegt.

Tilhugsunin um sjúkdóm getur truflað kynlífið og kæft niður löngun. Ef samt er reynt er oft erfitt að slaka á og allt getur farið í baklás.

Sjúkdómar í neðra kviðarholi skilja oft eftir sig særindi og óþægindi sem hindra fólk í því að stunda kynlífið á ný.

Eftir skurðaðgerðir geta liðið nokkrir mánuðir áður en óþægindi í neðra kviðarholi hverfa alveg. Þó að konan sé að mestu leyti komin í samt lag líkamlega er ekki öruggt að hana langi til að hafa kynmök alveg strax.

Hvernig má stuðla að því að koma kynlífinu í lag?

Það er mikilvægt að hjón ræði þetta sín á milli, og ekki síst að láta vita, þegar löngun í kynlíf kemur aftur. Karlinn getur ekki vitað hvað konunni finnst nema hún segi honum það.

Ef hún segir ekkert heldur hann kannski að hún sé tilbúin áður en hún er það raunverulega. Þá gerist oftast að annað hvort vísar hún honum frá eða hún lætur eftir af vorkunsemi. Hvorugt er góður kostur.

Hann heldur hugsanlega aftur af sér vegna tillitssemi og nærgætni. Ef konan segir ekkert, hugsanlega vegna þess að hann er vanur að hafa frumkvæðið gerist ekki neitt. Líkur eru á að bæði halda að hitt hafi ekki áhuga.

Hvernig bregst maður við bólgum í neðra kviðarholi kvenna?

Það getur verið erfitt að komast yfir bólgurnar. Oft finna konur fyrir eymslum og verkjum í langan tíma á eftir. Það getur verið erfitt að vita hvort bólgurnar eru alveg horfnar eða hvort þær eru hugsanlega að taka sig upp á ný.

Tilraunir til samfara við þannig aðstæður eru dæmdar til að misheppnast. En það er erfitt að bíða og ef  líðanin er orðin betri fer konuna e.t.v. aftur að langa til að lifa kynlífí.

Þetta þarf að ræða við makann. Það þarf að finna tíma þegar bæði langar og byrjið að kyssast og gæla hvort við annað. Samfarir ber að forðast þangað til tilbúin og hún gefur það til kynna. Það þýðir að – auk löngunar – þarf konan að vera búin að bleyta sig nægilega vel til að hann komist klakklaust inn í hana.

Ef það er samt sárt eða óþægilegt á einhvern hátt, má hætta og halda áfram að kela. Par getur fróað hvort öðru eða gert annað sem þeim langar til og hefur þörf fyrir.

Hvað tekur fólk til bragðs eftir fæðingu?

Eftir fæðingu er oft erfitt að komast í gang aftur kynferðislega. Við bætist að ábyrgðin á nýrri manneskju og vinnan, sem henni fylgir, taka mikla orku frá báðum foreldrum – sérstaklega frá móðurinni – og kynlífið situr þar með á hakanum.

Nú er mikilvægt að ræða saman í einlægni og láta vita að skortur á losta þýði ekki að ástin og væntumþykjan hafi minnkað.

í þessari aðstöðu þarf konan að taka frumkvæðið. Kossar og faðmlög tjá samstöðu og þurfa ekki endilega að leiða til samfara.

Lestu fleiri áhugaverðar greinar doktor.is logo

SHARE