Haframjölskökur – uppskrift

Þessar kökur hafa verið í uppáhaldi hjá mér lengi. Amma bakaði þessar kökur alltaf fyrir mig þegar ég kom til hennar & ég sá alltaf um að klára þær allar !  Hér er uppskriftin.

 

Haframjölskökur

1 ½  bolli hveiti

½ tsk. sóti

1 tsk.kanill

½ tsk. salt

1 egg

1 bolli (púður) sykur

1 bolli olía

1 msk. Sýróp

¼ bolli mjólk

1 ¼  bolli haframjöl

½ bolli rúsínur

½  bolli saxaðar valhnetur

 

Blandið öllu nema rúsínum og hnetum saman í hrærivélarskálina og látið vélina um að hræra öllu saman.(Notið spaðann fyrir hræru- ekki þeytingu!) Bætið rúsínum og hnetum seinast út í.

Hitið ofninn upp í 180 ⁰ C , látið bökunarpappír á plötu og setjið deigið á plötuna með skeið. Úr þessu deigi eigið þið að fá u.þ.b. 70 smákökur. Bakið í u.þ.b. 12 mín. eða þar til brúnirnar eru ljósbrúnar.

Tilbreyting: Sumir vilja ekki nota hnetur í kökurnar. Öðrum finnst gott að bragðbæta með  suðusúkkulaði og þurrkuð trönuber fara mjög vel í þessari uppskrift.

Njótið vel!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here