Háskóladagurinn í Háskólanum í Reykjavík

Kynningar og skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna í HR laugardaginn 9. mars frá kl. 12-16.
Starfsfólk og nemendur Háskólans í Reykjavík kynna námsframboð við háskólann næstkomandi auk þess sem gestir og gangandi komast í tæri við hinar ýmsu rannsóknir sem unnið er við í HR með lifandi og skemmtilegum hætti.

Stúdentafélag HR stendur fyrir gönguferðum með leiðsögn um háskólann. Hljómsveitirnar Kiriyama Family og Ylja flytja tónlist og Sirkus Íslands verður með skemmtiatriði.

Meðal atriða sem eru á dagskrá á Háskóladeginum:
Myndband frá hakkarakeppni, fljúgandi fiskar, mynstraleikur og kynning á þráðlausu neti í tölvunarfræðideild.
Rannsóknarstofa í ómönnuðum farartækjum sýnir spennandi viðfangsefni í tækni- og verkfræðideild.
Eðlisfræðingar sýna listir sínar í tækni- og verkfræðideild.
Íþróttafræðin býður gestum að mæla gripstyrk .
Opið inn í rannsóknarstofur tækni- og verkfræðideildar á 1. hæð og allir velkomnir í heimsókn.
Róbótaklúbburinn sýnir lokaverkefni í Mechatronics 1-námskeiðinu og gestir fá að prófa.
Dagskrá Háskóladagsins er að finna á vefnum hr.is.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here