Það þekkja flestir Guðbjörgu Eddu Björgvinsdóttur betur bara sem Eddu Björgvins en hún er án efa ein sú ástsælasta leikkona sem Ísland hefur alið. Edda hefur gert margt annað en að leika en hún hefur meðfram leiklistinni haldið námskeið í velflestum stórfyrirtækjum landsins þar sem hún hefur þjálfað fólk í að koma fram af öryggi, halda fyrirlestra og veita góða þjónustu.
Við fengum hana Eddu til að koma í Yfirheyrsluna hjá okkur
Fullt nafn: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
Aldur: 39 ára (búin að vera það lengi)
Hjúskaparstaða: Ekki gift
Atvinna: Leikari, höfundur, leikstjóri, fyrirlesari, námskeiðshaldari o.m.fl. …
Hver var fyrsta atvinna þín? Barnapössun
Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Ég hef verið eitt samfellt tískuslys þangað til eldri dóttir mín tók mig að sér og reyndi að kenna mér að það væri til annar klæðaburður en hippaföt
Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Já – nokkur
Hefurðu farið hundóánægð úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Jahá!
Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Ekki nema það vanti klósettpappír!
Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Þau eru mjööööög mörg! Yfirleitt gleymi ég t.d. að taka rúllur úr hausnum þegar ég mæti á kaffihús – eða jafnvel að halda fyrirlestur!
Í hvernig klæðnaði líður þér best? Leggings og víðri bómullarmussu.
Hefurðu komplexa? Nei ég er búin að sætta mig við alla mína skafanka
Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Eigi skal bogna sagði munkurinn og skeit standandi (beint frá pabba, hann er 90 ára!)
Vefsíðan sem þú skoðar oftast? tiska.is
Seinasta sms sem þú fékkst? Love you mother dear
Hundur eða köttur? Elskaði öll dýr en þakka fyrir að eiga engin núna
Ertu ástfangin? Jahá
Hefurðu brotið lög? Tvisvar var ég tekin fyrir of HÆGAN akstur (fékk reyndar ekki sekt)
Hefurðu grátið í brúðkaupi? Alltaf
Hefurðu stolið einhverju? Mér var innrætt mjöööög rækilega að maður tæki ekkert ófrjálsri hendi
Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Ég hefði viljað hafa betri stjórn á vinnutíma mínum til að geta verið meira með fjölskyldunni. Ég er að vinna alvarlega í þessu núna.
Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ég mun verða að þeytast um allan heim 97 ára gömul að halda fyrirlestra um gagnsemi húmors í viðskiptaheiminum!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.