Hefur verið sakaður um að stela millikafla – Einar Bárðarson

Einar Bárðarson er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum og hann er óragur að taka áskorununum, eins og þeirri að hjóla frá Njarðvík til Reykjavíkur eftir að fyrrum samstarfsfólk hans á Kananum hafði safnað nógu mörgum „like-um“ á facebooksíðu stöðvarinnar.

Fullt nafn: Einar Bárðarson
Aldur: Að verða 42
Hjúskaparstaða: Giftur
Atvinna: Forstöðumaður Höfuðborgarstofu

Hvernig voru áramótin hjá þér? Yndisleg, við vorum með mjög góða vini okkar og syni þeirra og bróðir minn, mágkonu og börninn þeirra í heimsókn hjá okkur og við áttum yndislegt gamlárskvöld. Þess má geta að við njótum þess að mágkona mín er listakokkurinn Yesmine Olson og vinur minn Þórir Jóhannsson er annálaður matabloggari og grillmeistari.

Strengdirðu áramótaheit? Já og þau fara vel af stað. Hef í raun bara einu sinni gert þá áður. Það var árið 2003 og ég stóð við það, þannig að ég er vongóður með þetta áramótaheit sem er í nokkrum liðum.

 

Hvað eyddirðu miklum peningum í flugelda? Nei, ekki get ég sagt það. Börnin okkar eru sem betur fer ennþá á hurðasprengju og stjörnuljósa aldrinum þannig að þetta var ekki mikið tjón.

Hver var fyrsta atvinna þín? Blaðasölumaður þegar ég var sjö ára. Seldi Dagblaðið gamla og Morgunblaðið fyrir utan gamla Kaupfélagið á Selfossi.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Það hefur engin verið unglingur sem ekki hefur lent í tískuslysi.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Nei það held ég ekki, þetta verður allt fyrnt áður en ég kveð.

Hefurðu farið hundóánægður úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Já ég var 11 ára, fór ekki aftur þangað í klippingu.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei, ekki nema ég þurfi að fá lánaðan tannburstann þeirra náttúrulega.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég er meira og minna alltaf að koma mér í eitthvað, trixið er bara að láta engan fatta að maður í vandræðum hahaha.

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Stuttbuxum eða gallabuxum og pólóbolur.

Hefurðu komplexa? Nei það held ég ekki, veit bara hvað ég vill og hvað ég vill ekki.

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Margt smátt gerir ekki neitt. Höf: Björgvin Halldórsson

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? mbl, dv og visir hérna heima og facebook erlendis og einhverja hjólasíður og svo hun.is auðvitað

Seinasta sms sem þú fékkst? „Erum að byrja“

Hundur eða köttur? Hundur, aldrei spurning.

Ertu ástfanginn? Já og búinn að vera af sömu konunni í fimmtán ár, frá mínútunni sem ég sá hana fyrst.

Hefurðu brotið lög?  Nei en ég hef samið mörg frábær lög.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Já, mínu meira segja.

Hefurðu stolið einhverju? Ég hef verið sakaður um að hafa stolið millikafla einu sinni en það er bara rugl hahaha

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?  Ég hef oft velt þessu fyrir mér en kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að svo er ekki.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ég sé ekki fyrir mér neina breytingu á mér þegar ég fer á svokölluð eftirlaun. Ég mun örugglega halda áfram að gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt alla daga, alveg eins og ég hef gert alla ævi.

eb1

581523_10150816080353366_129834778_n

Skyldar greinar
„Það er bannað að vera fáviti!“ – Jón Geir er trommari Skálmaldar
Pissaði á mig fyrir framan forsetann – Greta Mjöll í Yfirheyrslunni
Með nef eins og Andrés Önd segir Malin Brand – Yfirheyrslan
Það er í lagi að eiga einkamál en aldrei leyndarmál – Einar Ágúst
Carlos Horacio Gimenez yfirkokkur á Tapas barnum líður best í brynju
Reyndi að safna síðu hári, endaði eins og heysáta! Ívar Guðmundsson
Ég ætla ekki að svara þessari spurningu….. Steinunn Edda Steingrímsdóttir
Fékk sér stall og sá strax eftir því – Ágústa Eva í Yfirheyrslunni
Hitti Bruce Willis í Los Angeles og fraus gjörsamlega – Ásdís Rán í Yfirheyrslunni
Fengu hláturskast á óviðeigandi tíma – Jóhanna Vilhjálms í Yfirheyrslunni
Davíð Már er nafn sem vert er að muna: ungur og upprennandi dj og tónlistarmaður
Stal einangrunarplasti og endaði þar með glæpaferilinn – Ágústa Johnson í Yfirheyrslunni
Vinkonurnar gægðust út í miðri sýningu – Sigrún Birna í Yfirheyrslunni
Þú mætir sama fólkinu á leiðinni upp og á leiðinni niður
Hefur tvisvar verið tekin fyrir of hægan akstur – Edda Björgvins leikkona í Yfirheyrslunni
Fékk kettling frá manninum sínum en skilaði honum – Ný uppskriftarbók á leiðinni