Heimilið fínt á 15 mínútum

Gleymdir þú að von var á gestum eða tafðist þú í vinnunni og hefur engan tíma til að þrífa áður en gestirnir koma?
Svona getur þú gert vel gestfært á örfáum mínútum:

1. Hvert á að bjóða gestunum? Í eldhúsið, stofuna, borðstofuna? Einblíndu á staðina þar sem gestirnir verða, ekki eyða tíma í að fínpússa barnaherbergin eða svefnherbergið – nema þú ætlir að bjóða gestunum sérstaklega þangað. Lokaðu dyrum að rýmum sem gestir eiga ekki erindi inn í.

2. Farðu með þvottabala, óhreint tau, yfirhafnir, skólatöskur og aðra lauslega óþarfa muni inn í eitthvert „bannrýmið“. Enginn sér það sem er bak við luktar dyr.

3. Gríptu tusku og þurrkaðu létt af yfirborðsflötum og ryksugaðu eða moppaðu snöggt yfir gólfin. Mundu að ganga frá ryksugunni/moppunni.

4. Loftaðu út.

5. Dustaðu púðana í stofunni og brjóttu fallega saman teppin, ef af þeim er að skipta.

6. Strjúktu yfir yfirborð á baðherberginu og pússaðu spegilinn.

7. Kveiktu á kertum, minnkaðu ljósin og kveiktu á þægilegri tónlist.

8. Raðaðu skóm í forstofunni og hengdu upp allar flíkur sem mögulega liggja á gólfinu eða ofan á hirslum.

9. Slepptu atriðum 1-8 og gefðu skít í þetta allt saman – mega gestirnir þínir kannski alveg vita að það býr fólk heima hjá þér?

Skyldar greinar
Svona þrífurðu parketið
Gerðu bílinn skínandi hreinan að innan
Auðveldaðu þrifin með viðeigandi tónlist
Svona fjarlægirðu fitu af flísum
5 frábærar lausnir í þrifum
Myndband
7 leiðir til að koma þér í stuð til að þrífa
Heitasti morgunmaturinn
Ráð fyrir draslara
Myndband
5 æðisgengin ráð varðandi þrif á heimilinu
Myndband
Þrifalisti fyrir uppgefnar mæður
Myndband
Húsgögn sem spara heilmikið pláss
Myndband
10 hlutir sem eru skítugri en klósettið þitt!
Myndband
Þetta skilja örvhentir bara
Myndband
10 hlutir sem þú verður að hætta
Myndband
Húsráð: Þrif á baðkari
Myndband
5 frábær ráð við heimilisþrifin