Heitasti morgunmaturinn

Kúnstin að elda „poached“ egg með fagurfræði í fyrirrúmi.

Nýjasta æðið í morgunmat hér á landi er svokallað „poached“ egg, en það er algjörlega að velta ristuðu brauði með avókadó úr sessi, sem hinn eiginlegi hátísku morgunverður. Það má eiginlega segja að „poached“ egg sé avókadó ársins 2017. Það er reyndar ekkert því til fyrirstöðu að þetta sé allt borðað saman, eggið, avókadóið og brauðið. En það er ákveðin kúnst að ná egginu rétt elduðu og með útlitið í lagi.
Galdurinn er að fylla pott með vatni ⅔ og láta það sjóða. Lækka svo hitann þannig að rétt kraumi í vatninu þegar eggið er sett ofan í. Brjóttu eggið í desilítramál og leggðu það varlega ofan í pottinn eftir að hafa bætt smá ediki útí og hrært þannig að hvirfilbylur myndist. Eggið er soðið í um fjórar mínútur og svo veitt upp úr og þerrað. Saltað, piprað og borðað.
Hér eru þrjár leiðir til að gera „poached“ egg

 

 

Heimildir: Fréttatíminn

Skyldar greinar
Þrífðu burstana á tveggja vikna fresti
Auðveldaðu þrifin með viðeigandi tónlist
Heimilið fínt á 15 mínútum
Svona fjarlægirðu fitu af flísum
5 frábærar lausnir í þrifum
Myndband
7 leiðir til að koma þér í stuð til að þrífa
Kleinurnar hennar mömmu
Myndir
11 ráð sem allir geta nýtt sér
Ísmolar á bólurnar
Komdu skipulagi á ísskápinn
Ráð fyrir draslara
Croissant french toast
Myndband
Húsráð: Losnaðu við hvítar rákir eftir svitaeyðir
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Myndband
6 hlutir sem þú getur notað á nýjan máta
Myndband
5 æðisgengin ráð varðandi þrif á heimilinu