Himneskar smákökur

Þessar eru dísætar og algerlega spari frá Allskonar.is 

Himneskar smákökur

  • 125 gr kókosmjöl
  • 125 gr sykur
  • 3 eggjahvítur
  • 200 gr marsipan
  • börkur af 1 sítrónu
  • 175 gr súkkulaði í bitum

Undirbúningur: 10 mínútur

Bökunartími: 15 mínútur

Hitaðu ofninn í 180°C.

Ristaðu kókosmjölið á pönnu, leyfðu því að kólna.

Þeyttu eggjahvíturnar þar til þær eru stífar, rífðu börkinn út í og blandaðu sykrinum saman við. Saxaðu marsipanið fínt eða settu í matvinnsluvél, blandaðu svo varlega saman við eggjahvítublönduna. Bættu kókosmjölinu og súkkulaðibitunum varlega saman við.

Settu á bökunarpappír á plötu með testkeið, hafðu gott bil á milli. Bakaðu í 15 mínútur eða þar til kökurnar verða gullinbrúnar í kantana. Það er auðveldast að ná þeim af plötunni þegar þær hafa kólnað örlítið, þær eru mjög linar þegar þær koma út úr ofninum. Láttu kólna á grind.

 

Endilega smellið á like á Facebook síðu Allskonar

allskonar-logo2

Skyldar greinar
Kardimommuhnútar
Kleinurnar hennar mömmu
Vatnsdeigsbollur
Gulrótar- og bananaskonsur
Ljúffengir leggir
Kartöflu- og spínatbaka
Hoi Sin kjúklingur
Lambalæri með einfaldri hvítlaukssósu
Eplakaka með súkkulaði og kókos
Banana bollakökubrownies
Pekanhnetubitar
Amerískar heilhveitipönnukökur með banönum
Dásamlegar Daim smákökur
Hálfmánar með sultu
Gamaldags vínarbrauð með sultu og glassúr
Sírópslengjur sem bráðna í munninum