Hindberjasnittur með hvítsúkkulaðiglassúr

Þessi hindberjaveisla er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

Hindberjasnittur með hvítsúkkulaðiglassúr
300 g hveiti
200 g smjör, mjúkt
100 g flórsykur
2 eggjarauður

8 msk hindberjasulta (eða magn að eigin smekk)

Glassúr
100 g hvítt súkkulaði, t.d. Síríus hvítir súkkulaðidropar
25 g smjör
200 g flórsykur
5 msk heitt vatn

  1. Blandið hveiti og flórsykri saman. Hellið í hræriskál og bætið smjörinu saman við. Blandið vel saman og bætið því næst eggjarauðum saman við. Hrærið öllu mjög vel saman eða hnoðið með höndunum.
  2. Skiptið deiginu í tvennt og setjið á sitthvorn smjörpappírinn. Byrjið á að pressa deigið aðeins niður. Setjið í kæli í klukkustund (mikilvægt). Hitið ofninn á 175°c.
  3. Takið því næst einungis annað deigið fram og rúllið því út þannig að það endi í 25×30 cm. Setjið fyrstu plötuna inn í ofninn í um 12 mínútur. Takið á meðan hitt deigið úr ískápnum og rúllið eins. Bakið hana þegar hin er elduð og leyfið að kólna.
  4. Gerið glassúrinn með því að bræða smjör og súkkulaði rólega saman við vægan hita. Bætið síðan flórsykri og heitu vatni saman við og hrærið vel.
  5. Smyrjið einn hluta kökunnar með hindberjasultu. Leggið þá hinn botninn yfir og setjið svo glassúrinn yfir hann. Skerið í bita og njótið.
Skyldar greinar
Myndir
Ótrúlegir súkkulaði skúlptúrar
Bökuð ostakaka með hindberjum
Hindberjamuffins með rjómaostafyllingu og hnetumulningi
Myndband
Súkkulaðifyllt jarðarber
Myndband
Snjókalla sleikipinnar
Uppskrift: einfaldasti og hollasti ís í heimi
Myndband
Lygileg YouTube stjarna: Sjúklega sæt kanína – útötuð í hindberjum