Hinn fullkomni eftirréttur – Uppskrift

Æðislegur og einfaldur eftirréttur frá Gulur, rauður, grænn og salt.com

Hér er á ferðinni  heitur eplamulningur með múslí og hvítu súkkulaði sem hreinlega bráðnar í munni.  Það tekur innan við 10 mínútur að útbúa þennan eftirrétt sem er langbestur borinn fram með vanilluís.

5.4.

Þegar maður hefur ekki tíma eða nennir ekki alveg að gera eplakökuna en langar samt í eitthvað sætt og ljúffengt þá leysir þessi uppskrift fullkomlega málið. Ekki sakar að hér er hollustan ansi há miðað við meðal-eftirréttinn – múslí og ávextir í fyrirrúmi!
Heitur eplamulingur með hvítu súkkulaði
250 g stökkt múslí
2 græn epli, afhýdd og skorin í teninga
1 banani, skorinn í sneiðar
100 g hvítir súkkulaðidropar
100 g rjómasúkkulaði, skorið í bita
1 msk kanill
2 msk púðursykur
100 g smjör

  1. Blandið öllu saman og hellið í eldfast mót.
  2. Bakið í 175°c í 30 mínútur.
  3. Berið fram heitt með vanilluís eða rjóma.
Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Árstíðabundinn matseðill
Almennt um matarsýkingar
Hummus
Parmesanristaðar kartöflur
Myndir
Döðlugott
Suðræn stemning og æðislegur matur
Myndband
10 fjölskyldur með stórfurðulegar matarvenjur
Brulée bláberja ostakaka
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Sykurpúðakakó
Risalamande með kirsuberjasósu
Ávaxtakaka með pistasíum
Oreo skyrterta
Þarmaflóran hefur áhrif á skap og líkamsþyngd