Hollari valkostir í afmælið

Veitingar í barnaafmælum þurfa ekki endilega að vera uppfullar af sykri.

Það eru alltaf fleiri og fleiri sem vilja bjóða upp á hollari valkosti í afmæli, enda alveg óþarfi að dæla ótæpilegu magni af sykri í blessuð börnin. Eins og við flest vitum getur sykurinn nefnilega haft neikvæð áhrif á bæði heilsufar og hegðun.

-Hægt er að finna uppskriftir að allskonar girnilegum sykurlausum kökum á netinu, en þá eru döðlur og bananar oft notaðir til að gefa sætt bragð. Börn sem ekki eru vön að borða sykur elska svona kökur, og jafnvel hin líka.

-Þá getur verið sniðugt að bjóða upp á rúsínur og popp í staðinn fyrir sælgæti. Rúsínur er til að mynda hægt að fá í litlum handhægum pökkum sem krökkunum finnst oft mjög spennandi að fá í hendur. Það er jafnvel hægt að líma skemmtilegar myndir á rúsínupakkana í stíl við þemað í afmælinu.

-Popp í pokum eða skemmtilegum ílátum er líka alltaf vinsælt og er yfirleitt étið upp til agna í barnaafmælum. Þeir fullorðnu lauma sér gjarnan í það líka, enda stendur popp alltaf fyrir sínu. Pokana með poppinu má svo skreyta til að lífga upp á afmælisborðið.

Sjá einnig: Hollari valkostir sem eru í alvöru bragðgóðir

-Grænmetis- og ávaxtabakkar geta vakið lukku hjá börnum, sérstaklega ef grænmetinu og ávöxtunum er raðað upp á skemmtilegan hátt, sett á spjót, eða notað sem skreytingar.

-Smápítsur með heilhveitibotni eða grófu spelti munu pottþétt slá í gegn. Börn elska allt sem er svona lítið og sætt og auðvelt að grípa í höndina.

-Bananabitar á spjóti, sem dýft er í dökkt súkkulaði, eru næstum eins og íspinnar og getur verið spennandi að borða. Það er jafnvel hægt að skreyta banana með kökuskrauti til að gera þá enn skemmtilegri.

 

Heimildir: Fréttatíminn

Skyldar greinar
Allt klárt fyrir myndatökuna?
Hvað á að gefa börnunum að borða í afmælinu?
Skemmtilegir leikir í afmælið
Hollari valkostir sem eru í alvöru bragðgóðir
Verður að fresta afmælinu
Sígildar Rice Krispies kökur
Hollt og dásamlega gott bananabrauð
Myndir
Jennifer Lopes hélt tvær afmælisveislur
Adele mætti óboðin í barnaafmæli
Myndir
Litli prinsinn er orðinn þriggja ára
Myndband
2
Þegar börnin langar í ís – Gerðu þá þennan
7 tískuráð sem láta þig bera af
Sælgætis múslíbitar
Myndband
10 fæðutegundir sem ekki allir vita að eru hollar
Myndir
Stjörnum prýtt fertugsafmæli hjá Reese Witherspoon
Myndir
Er þetta heimsins heppnasti unglingur?