Húðmeðferð sem virkar fyrir mig

Ég sagði  ykkur frá því, fyrir ekki svo löngu síðan að ég fór í Dermapen meðferð hjá Húðfegrun. Ég fann mér til skelfingar að ég var orðin þrítug og mér fannst ég finna og sjá mun á húðinni minni á hverjum degi. Held reyndar að þetta hafi örugglega verið 50% bara í hausnum á mér en engu að síður fór ég á stúfana til að sjá hvað væri í boði fyrir svona hrikalega krumpaðar konur eins og mig. Þetta er samt grín! Ekki vera reið. Ég geri mér alveg grein fyrir að ég er ekki krumpuð en ég fann að húðin var að þynnast, svitaholur að verða sýnilegri og mig langaði að vera góð við húðina mína og kannski, hugsanlega laga eitthvað sem var þarna…. eða var ekki þarna.

 

Ég fór í 4 Dermapen meðferðir hjá Húðfegrun og ég sé alls ekki eftir neinu þegar upp er staðið. Ég finn hvað húðin mín elskaði þetta og húðin á andlitinu mínu er öll orðin sterkari, þykkari og áferð húðarinnar er svo miklu fallegri en áður en ég fór í þetta. Ég fékk þær athugasemdir eftir að ég birti fyrri greinina að fólk sæi ekki mun og ég væri alveg eins og áður en það er bara ekki rétt. Ég get fullyrt það, þar sem ég horfi á andlitið á mér á hverjum einasta degi, jafnvel nokkrum sinnum á dag. Ég ber krem á þessa húð og farða þessa húð og þekki hana eins og alla aðra parta á líkama mínum. Munurinn er gífurlegur. Ef ég strýk yfir kinnar mínar þá finn ég að húðin er allt önnur en hún var.

Til vinstri: Tekin fyrir 1. meðferð, semsagt ekkert búin að gera — Til hægri: Tekin fyrir 3. meðferð.

Nýjasta myndin sýnir mesta muninn finnst mér. Hún er tekin eftir meðferðirnar að 4 vikum liðnum.

KiddaSv_Dermapen_4skipti

Nú get ég bara haldið þessu við á nokkurra mánaða fresti.

 

Skyldar greinar
Undirbúðu húðina fyrir farða
Sveppasýking í húð
Passaðu húðina í kuldanum
Góðar venjur kvölds og morgna
Viðkvæma húð þarf að vernda
Rándýr andlitsmeðferð Emma Stone
Nokkur orð um ótta og traust
Myndir
Fræga fólkið þarf líka að hugsa um húðina eins og við hin!
Það þarf þorp til að ala upp barn
Veröldin fer á hvolf
Myndband
Er þetta allra stærsti fílapensill sem sést hefur?
Að sætta sig við það sem maður fær ekki breytt
Ætlar að hafa kjötbollur í jólamatinn
Anda og njóta eða jólastress?
Þú skalt vita þitt virði!
Myndband
7 hlutir sem þú vissir ekki að líkami þinn getur gert