Humarsúpa

Þessi æðislega humarsúpa er frá Café Sigrún.Frábær uppskrift sem hentar í hvaða boð sem er.

Humarsúpa

 • 500 g humar í skel (má vera lítill og brotinn)
 • Hálfur laukur
 • 1 meðalstór gulrót
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 msk og 1 tsk kókosolía
 • 1 lítri vatn
 • 2,5 gerlausir grænmetisteningar
 • 2 msk fiskisósa (Nam Plah)
 • 100 ml léttmjólk (fyrir þykkari súpu má nota hafrarjóma eða matreiðslurjóma)
 • 2 msk maísmjöl (eða arrow root)
 • 1 msk tómatmauk (puree)
 • 0,5 tsk karrí
 • Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt)

Aðferð

 1. Afþýðið humarinn ef frosinn.
 2. Klippið í bakið á skelinni með skærum. Takið humarinn úr skelinni, skolið og sigtið.
 3. Hreinsið svörtu línuna úr humrinum (garnirnar …oj) með litlum hníf.
 4. Setjið humarinn á disk og geymið í ísskápnum. Ef humarinn er mjög stór er gott að skera hann í minni bita (miða við munnbita).
 5. Skolið skeljarnar, sigtið og setjið í skál.
 6. Afhýðið hvítlaukinn, laukinn og gulrótina og saxið gróft.
 7. Setjið 1 tsk kókosolíu og svolítið vatn í stóran súpupott.
 8. Setjið skeljarnar út í og hitið í 10 mínútur.
 9. Bætið saxaða hvítlauknum, lauknum og gulrótinni út í og hitið í 2-3 mínútur.
 10. Bætið 1 lítra af vatni út í ásamt grænmetisteningunum, tómatmaukinu, karríinu og fiskisósunni.
 11. Setjið lokið yfir pottinn og látið malla við vægan hita í klukkutíma (en gjarnan lengur).
 12. Hrærið vel saman í skál, 1 msk af kókosolíu og maísmjölinu. Bætið mjólkinni smám saman út í.
 13. Þegar soðið hefur mallað í a.m.k. klukkutíma skuluð þið sigta það í stóra skál. Fleygja má grænmetinu og skeljunum.
 14. Setjið soðið aftur í pottinn og látið suðuna koma upp.
 15. Lækkið undir súpunni og hellið mjólkurblöndunni út í.
 16. Sumum finnst gott að setja svolitla slettu af hafrarjóma (eða matreiðslurjóma) út í súpuna og skal það þá gert hér.
 17. Saltið súpuna eftir smekk (mér finnst gott að hafa hana svolítið salta).
 18. 10-15 mínútum áður en bera á súpuna fram skuluð þið bæta humrinum út í. Hann ætti ekki að sjóða heldur aðeins hitna í gegn. Hann stífnar og verður hvítur þegar hann er tilbúinn.
 19. Berið fram strax.

 

Café Sigrún á Facebook

 

Skyldar greinar
Grænmetissúpa
Blómkálssúpa með rauðu karrý
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Íslensk kjötsúpa
Aspassúpa – Vinsæll forréttur um hátíðirnar
Brasilísk fiskisúpa
Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa
Fiskisúpa að vestan
Ofureinföld tómatsúpa með tælensku ívafi
Humarpasta með tómatbasilpestói
Fiskisúpa með karrí og eplum
Einföld og gómsæt tælensk fiskisúpa
Hátíðleg humarsúpa
Víetnömsk núðlusúpa með nautakjöti
Gómsæt blómkálssúpa með eplum og beikonbitum
Gómsæt kjúklingasúpa með eplum, karrí og engifer