Hvað átt þú erfitt með að viðurkenna?

Það eru hlutir innra með okkur sem við eigum erfitt með að horfast í augu við. Við ýtum þeim til hliðar og viljum ekki hugsa of mikið um þetta.

Það er samt mikilvægt að hugsa um þessa hluti og viðurkenna þá fyrir sjálfum sér, þannig vex maður. Hér eru þeir hlutir sem hvert stjörnumerki á erfitt með að viðurkenna:

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Þú vilt ekki viðurkenna það að þú eigir erfitt með að halda einbeitingu og að þú átt erfitt með að fylgja hlutum allt til enda.

Þú getur virkað eins og fiðrildi, sérstaklega í vinnunni. Það, að þú virðist ekki alltaf klára hlutina, lætur þig virka eins og óábyrgan einstakling fyrir samstarfsfólki þínu.

Nautið

20. apríl – 20. maí

Þú vilt ekki viðurkenna það þegar þú hefur rangt fyrir þér, jafnvel þegar þú veist að þú hefur rangt fyrir þér. Það pirrar fólk í kringum þig.

Stoltið þitt á það til að ýta fólki í burtu – fólki sem þú elskar. Það er mjög mikilvægt fyrir þig að horfast í augu við þetta og ná stjórn á þessu.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Þú ert alltaf að svíkja loforð. Þú átt það til að segja fólki það sem það vill heyra, þó þú meinir það engan veginn.

Það er auðvelt fyrir þig að gleyma þér. Þinn ókostur er að þú átt það til að tvíbóka þig og þá þarftu að afboða þig í annað hvort.

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Þú lætur eins og þú sért hörkutól en ert í raun mjög viðkvæm/ur. Þetta verður til þess að þú átt það til að missa stjórn á þér við það sem sýnist vera lítið mál eða smá athugasemd.

Reiðin þín er oft stjórnlaus, hvort sem þú ert að garga eða kasta hlutum eða að safna upp vandamálum án þess að tala um þau. Viðurkenndu það að fólk særir þig. Það mun hjálpa þér.

 

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir febrúar – Vatnsberinn
Af hverju gengur ástin ekki upp?
Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?
Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?
Stjörnumerkin og gallarnir
Hvað myndir þú aldrei gera? – Stjörnuspeki
Stjörnumerkin og rifrildin
Myndir
Uppáhaldskynlífsathafnir stjörnumerkjanna
Stjörnumerkin og ástleysið
Verstu persónueinkenni stjörnumerkjanna
Leyndir hæfileikar stjörnumerkjanna
Stjörnumerkin og veikleikarnir
Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?
Stjörnur sem hafa farið í lýtaaðgerðir
Kynlífið skv. stjörnumerkjunum – Vogin
Kynlífið skv. stjörnumerkjunum – Tvíburinn