Hvað er að vera vegan?

Í einföldu máli snýst það að vera vegan um að neyta engra dýraafurða; hvorki dýranna sjálfra né þeirra afurða sem þau gefa af sér. Þetta hljómar einfalt en til þess að vera algjörlega trú stefnunni þarf að vera mjög meðvituð/aður um það hvar dýraafurðir er að finna.

Hið augljósasta er auðvitað kjöt í öllum myndum, fiskur og önnur sjávardýr, egg og mjólkurafurðir. En þegar kafað er dýpra kemur í ljós að dýraafurðir leynast í víðar en margan grunar.

Gelatín er hleypiefni sem flestir hafa heyrt um. Færri vita að gelatín er búið til með því að sjóða bein, sinar, liði, liðbönd og húð nautgripa og og svína. Gelatín er notað í ótal afurðir s.s. hlaupnammi, vítamín, búðinga, myntur, sumar dósasúpur, matarlit, sykurpúða og fleira.

Sjá einnig: Dýraafurðir í snyrtivörum

Hunang leynist einnig víða; í morgunkorni, múslí og hvers kyns sælgæti en ekta hunang er vitanlega unnið af býflugum og því ekki fyrir þau sem eru vegan.

Við framleiðslu á víni og bjór er oft notað efni til þess að gera vökvann tæran, efni sem framleitt er úr eggjahvítu, mjólkurpróteinum eða öðru slíku. Vínframleiðendur eru í sívaxandi mæli farnir að framleiða vegan vín og bjór og eru þær vörur merktar sem slíkar.

Þau sem eru vegan nota ekki fatnað sem unnin er úr hvers kyns dýraafurðum þar með talið silki, ull, dún, leður eða hvers kyns skinn eða roð.

 

Heimildir: Fréttatíminn

Skyldar greinar
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Góður svefn – aukin vellíðan
Allir af stað!
7 streitumistök sem við gerum flest
Vendu þig af slæmum morgunsiðum
Nisti fyrir nútímakonur
Borðaðu rétt eftir æfingu
7 ástæður til að borða avókadó daglega
Hvernig vitum við að við þurfum hreinsun?
Matur sem hjálpar við að afeitra líkamann
Fegraðu þig með fæðu
Tognanir og marblettir – góð ráð
Nýjasta ávaxtatískan
5 góð ráð fyrir verðandi mæður
Ekki fresta neyslu hugsanlegra ofnæmisvalda
Myndband
17 ára stúlka háð samfélagsmiðlum