Hvað segir þín fæðingartala um þig?

Fæðingartala er góð leið til að læra meira um þig og fá innsýn í það hvernig hlutirnir virka í þínu lífi.

Hver fæðingartala tengist náttúrulegum hæfileikum okkar og hvaða mótspyrnu við kunnum að glíma við í lífinu.

Svona finnur þú út þína fæðingartölu:

Þú leggur saman allar tölur í fæðingardegi þínum.

Dæmi:

21. júlí 1980
21+7+1980 = 2008
2+0+0+8 = 10
1+0 = 1

Hér eru allar fæðingartölurnar og hvað þær tákna.

 

1. Frumkvöðullinn

Ef þú fékkst fæðingartöluna 1, ertu skapandi týpa sem vilt fara þínar eigin leiðis. Þú ert rosalega heiðarleg/ur við fólk og ert oft í hlutverki leiðtoga eða yfirmanns á vinnustöðum.
Þú átt það stundum til að vera þrjósk/ur og hrokkafull/ur, svo það er best fyrir þig að muna að fólk getur alveg verið jafn klárt og þú.
Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 1: 
Tom Hanks, Robert Redford, Hulk Hogan, Carol Burnett, Wynona Judd, Nancy Reagan og Raquel Welch.

2. Friðarsinninn

Ef þú fékkst fæðingartöluna 2 ertu mikill friðarsinni sem átt það til að setja þarfir annarra fram yfir þínar eigin.

Þú vilt helst vera umkringd/ur vinum og kunningjum, en vilt vera ein/n í stað þess að vera í sambandi með einhverjum sem þú ert ekki mjög hrifin/n af.

Friðarsinnum, sem eru oft feimið fólk, er mikilvægt að læra að tjá skoðanir sínar og þrár og hætta að fresta hlutum.

Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 2: Bill Clinton, Madonna, Whoopee Goldberg, Thomas Edison og Wolfgang Amadeus Mozart.

3. Partýljónið

Ef þú fékkst fæðingartöluna 3 ertu heillandi, félagslynd/ur, rómantísk/ur, aðlaðandi og áhyggjulaus týpa. Fólk með þessa tölu er yfirleitt vinsælt af því það hjálpar öðrum að öðlast hamingju.

Ókostur þeirra er hinsvegar að þeir eiga það til að byrja á hlutum sem þeir klára ekki, svo það er gott fyrir þá að læra að nálgast aðstæður af raunsæi.

Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 3: Alan Alder, Ann Landers, Bill Cosby, Melanie Griffith, Karen Round butt, Salv! ador Dali og Jodi Foster

4. Sá íhaldssami

Ef þú fékkst fæðingartöluna 4 kýstu að hafa stífa reglu á hlutunum. Þú tekur bara þátt í verkefnum þar sem markmiðin eru skýr og leggur hart að þér.

Þér líður best úti í náttúrinni. Það sem þú þarft að læra er sveigjanleg/ur og vera ekki svona hörð/harður við sjálfa/n þig.

Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 4:  Neil Diamond, Margaret Thatcher, Arnold Schwarzenegger, Tina Turner, Paul Hogan og Oprah Winfrey

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir apríl 2017
Líkaminn undirbúinn fyrir fæðingu barns
Myndband
Mamma á morfíni gleymir að hún var að fæða barn
Hvert er þitt leynda persónueinkenni?
Myndband
Það eru mjög fáir sem fæðast með svona
Myndir
Yndislegar myndir af tvíburum en annar þeirra átti stutt eftir ólifað
Myndir
Einstakar fæðingarmyndir sem hafa hlotið verðlaun
Geymir naflastrenginn inni í skáp
Myndband
Taka gínuáskorun um leið og barnið kemur í heiminn
Myndir
Ashton Kutcher og Mila Kunis eignast dreng
Stjörnuspá fyrir desember 2016
Stjörnumerkin og kynþokkinn
Stjörnumerkin og kvíðinn
Myndband
Móðir kýs að deyja fyrir ófætt barn sitt
Verstu persónueinkenni stjörnumerkjanna
Leyndir hæfileikar stjörnumerkjanna