Hvað segir þín fæðingartala um þig?

Fæðingartala er góð leið til að læra meira um þig og fá innsýn í það hvernig hlutirnir virka í þínu lífi.

Hver fæðingartala tengist náttúrulegum hæfileikum okkar og hvaða mótspyrnu við kunnum að glíma við í lífinu.

Svona finnur þú út þína fæðingartölu:

Þú leggur saman allar tölur í fæðingardegi þínum.

Dæmi:

21. júlí 1980
21+7+1980 = 2008
2+0+0+8 = 10
1+0 = 1

Hér eru allar fæðingartölurnar og hvað þær tákna.

 

1. Frumkvöðullinn

Ef þú fékkst fæðingartöluna 1, ertu skapandi týpa sem vilt fara þínar eigin leiðis. Þú ert rosalega heiðarleg/ur við fólk og ert oft í hlutverki leiðtoga eða yfirmanns á vinnustöðum.
Þú átt það stundum til að vera þrjósk/ur og hrokkafull/ur, svo það er best fyrir þig að muna að fólk getur alveg verið jafn klárt og þú.
Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 1: 
Tom Hanks, Robert Redford, Hulk Hogan, Carol Burnett, Wynona Judd, Nancy Reagan og Raquel Welch.

2. Friðarsinninn

Ef þú fékkst fæðingartöluna 2 ertu mikill friðarsinni sem átt það til að setja þarfir annarra fram yfir þínar eigin.

Þú vilt helst vera umkringd/ur vinum og kunningjum, en vilt vera ein/n í stað þess að vera í sambandi með einhverjum sem þú ert ekki mjög hrifin/n af.

Friðarsinnum, sem eru oft feimið fólk, er mikilvægt að læra að tjá skoðanir sínar og þrár og hætta að fresta hlutum.

Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 2: Bill Clinton, Madonna, Whoopee Goldberg, Thomas Edison og Wolfgang Amadeus Mozart.

3. Partýljónið

Ef þú fékkst fæðingartöluna 3 ertu heillandi, félagslynd/ur, rómantísk/ur, aðlaðandi og áhyggjulaus týpa. Fólk með þessa tölu er yfirleitt vinsælt af því það hjálpar öðrum að öðlast hamingju.

Ókostur þeirra er hinsvegar að þeir eiga það til að byrja á hlutum sem þeir klára ekki, svo það er gott fyrir þá að læra að nálgast aðstæður af raunsæi.

Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 3: Alan Alder, Ann Landers, Bill Cosby, Melanie Griffith, Karen Round butt, Salv! ador Dali og Jodi Foster

4. Sá íhaldssami

Ef þú fékkst fæðingartöluna 4 kýstu að hafa stífa reglu á hlutunum. Þú tekur bara þátt í verkefnum þar sem markmiðin eru skýr og leggur hart að þér.

Þér líður best úti í náttúrinni. Það sem þú þarft að læra er sveigjanleg/ur og vera ekki svona hörð/harður við sjálfa/n þig.

Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 4:  Neil Diamond, Margaret Thatcher, Arnold Schwarzenegger, Tina Turner, Paul Hogan og Oprah Winfrey

[nextpage title=”Fleiri fæðingartölur”]

5. Raunsæi aðilinn

Ef þú fékkst fæðingartöluna 5 ertu uppreisnarseggur. Þú ert forvitin/n að eðlisfari sem verður til þess að þú tekur sénsa og þokki þinn mun verða til þess að þú kemur alltaf upp á toppnum.

Þú hatar fábreytni og stöðnun og vilt alltaf vera að læra nýja hluti við hvert tækifæri.

Þú þarft alltaf að fá ALLAR upplýsingar áður en þú tekur vel upplýsta ákvörðun.

Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 5: Abraham Lincoln, Charlotte Bronte, Jessica Walter, Vincent VanGogh, Bette Midler, Helen Keller og Mark Hail.

6. Sá rómantíski

Ef þú fékkst fæðingartöluna 6 þrífstu á því að aðrir þurfi á þér að halda. Þú vilt hafa sterk tengsl við fjölskylduna þína og leggur mikið á þig til að allir fái það sem þeir þurfa á að halda.

Þú hefur skapandi áhugamál, eins og listir og tónlist og bestu vinir þínir eru þér mjög traustir.

Rómantíski aðilinn þarf að læra muninn á aðstæðum sem geta breyst og þeim sem geta ekki breyst.

Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 6: Albert Einstein, Jane Seymour, John Denver, Merlyn Steep, Christopher Columbus og Goldie Hawn

7. Vitsmunaveran

Ef þú fékkst fæðingartöluna 7 ertu mikil efasemdamanneskja. Þú sérð hlutina með réttum augum og lætur ekki tilfinningarnar standa í vegi fyrir því að þú sjáir sannleikann.

Þú efast um allt sem þú getur ekki skilið og þekkir ekki og yrðir góður vísindamaður.

Þú lifir svolítið í þínum eigin heimi og það væri gott fyrir þig að læra svolítið um það sem er ásættanlegt í þessum heimi.

Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 7: William Shakespeare, Lucille Ball, Michael Jackson, Joan Baez og Díana prinsessa

8. Fagmaðurinn

Ef þú fékkst fæðingartöluna 8 ertu manneskja sem lætur hlutina gerast. Þú ert fagmannleg/ur, ákveðin/n og fljót/ur að taka ákvarðanir og tekur oft stjórnina til að láta hlutina takast.

Stundum, getur hlutleysi þitt komið í veg fyrir að þú takir bestu ákvarðanirnar fyrir þig sjálfa/n. Þú þarft að læra að bæta líf þitt áður en þú reynir að bæta líf annarra.

Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 8: Edgar Cayce, Barbara Streisand, George Harrison, Jane Fonda, Pablo Picasso, Aretha Franklin og Nostradamus

9. Skemmtikrafturinn

Þú ert fæddur skemmtikraftur og ertu ótrúlega heillandi, umhyggjusöm/samur og örlát manneskja. Það eru engir ókunnugir í þessum heimi, bara vinir sem þú ert ekki búin/n að kynnast.

Þú ferð vinahópa á milli og notar margbreytilegan persónuleika þinn til að blandast fullkomlega inn í allar félagslegar aðstæður.

Til þess að ná árangri í lífinu, gerðu þitt besta til að byggja líf þitt upp með kærleika og farðu svo að kanna heiminn.

Frægt fólk sem er með fæðingartöluna 9: Albert Schweitzer, Shirley MacLaine, Harrison Ford, Jimmy Carter og Elvis Presley

Heimildir: Higherperspective

SHARE