Hver eru einkenni ristilkrampa?

Truflanir á starfsemi ristilsins þannig að í stað þess að reglubundinn samdráttur eigi sér stað í ristlinum og flytji þannig fæðuna taktvisst áfram verður samdráttur á mismunandi svæðum hans samtímis. Fæðan færist því oft treglega í gegn en einnig getur frásog á vatni úr fæðunni truflast og þá verða hægðirnar linar, jafnvel þunnur niðurgangur. Truflanirnar koma oftast fram eftir máltíðir.Ristilkrampar byrja oftast í ungu fólki og geta staðið í nokkra mánuði með hléum, t.d. ef umhverfið er mjög streituvaldandi. Algengast er að ristilkramparnir verði langvinnt vandamál og þeir eru mun algengari hjá konum en körlum.

Hver er orsökin?

Orsökin er óþekkt.

Hver eru einkennin?

Óþægindi eða verkir í kviðnum. Verkirnir eða óþægindin lagast oft tímabundið ef viðkomandi getur losað hægðir eða vind.

Ógleði.

Uppblásinn kviður, vindgangur og óþægileg þenslutilfinning.

Eymsli í endaþarmi eða í baki.

Höfuðverkur.

Breytilegar hægðir, þ.e. ýmist niðurgangur eða hægðatregða. Hægðalosun er oft oftar en einu sinni á dag.

Þreyta.

Áhyggjur, kvíði eða hræðsla.

Einbeitingarskortur.

Sjá einnig: Hægðatregða – hvað er til ráða?

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Sjúkdómsgreiningin byggist yfirleitt á sjúkrasögu. Ýmsar rannskóknir eru oft gerðar til þess að útiloka aðra sjúkdóma, t.d. ristil- og endaþarmsspeglun eða röntgenmyndataka af ristli.

Orsökin gæti einnig verið takmörkuð hæfni þarma til þess að melta mjólkursykur (mjólkursykuróþol) eða glúten (glútenóþol), magasár, sníkjudýr, ormar eða langvinn þarmabólga s.s. sáraristilbólga (colitis ulcerosa) eða svæðisgarnakvef (crohns sjúkdómur).

Mataræði

Vatnsdrykkja er mikilvæg, gott er að drekka 1-2 lítra af vatni á dag.

Trefjaríkt fæði hvetur starfsemi þarmanna einkum ristilsins. Grænmeti og kornmeti eru mikilvægar fæðutegundir. Aukið trefjarnar smám saman til þess að venja magann við.

Forðist drykki sem geta aukið einkennin. Kaffi og mjólk getur í sumum tilfellum verið megin orsök óþægindanna.

Ýmsar fæðutegundir eins og blómkál, spergilkál, baunir auka gasmyndun. Æskilegt er að draga úr sykurneyslu.

Sterk krydd geta aukið á einkennin.

Mikilvægt er að borða reglulega. Ekki sleppa úr máltíðum og forðist að verða svöng. Það er betra að borða oft og minna í einu en að borða mikið og sjaldan.

Haldið dagbók yfir mataræðið og einkennin, þannig er e.t.v. hægt að finna út hvaða fæða og jafnvel hvað í umhverfinu eykur á einkennin

Hófleg áfengisneysla er betri óhófleg fyrir ristilinn.

Piparmyntute getur slegið á einkennin.

Ráðleggingar

Reglusamt líferni er mikilvægt.

Hreyfing er mjög mikilvæg, þar sem það eykur starfsemi þarmanna og dregur úr streitu.

Heitur bakstur, hitapoki eða hitateppi sem lagt er yfir kviðinn getur dregið úr óþægindum.

Forðast ber aðstæður sem valda streitu eða læra að takast á við þær. Margar aðferðir eru til sem draga úr streitu t.d. hugleiðsla og sjálfsdáleiðsla.

Eins og áður, getur dagbók hjálpað fólki að sjá samband milli andlegrar og líkamlegrar líðan.

Hvað ber að varast?Hugarástand getur haft áhrif á meltingarstarfsemina og öfugt. Ef sjúklingur er mjög upptekinn af meltingarvandamáli sínu getur það haft slæm áhrif á andlega líðan og einnig leitt til félagslegra vandamála.

Framtíðarhorfur

Einkennin geta verið meira og minna viðvarandi. Dregið getur úr einkennunum, þau geta einnig horfið eða versnað um stundarsakir þar skiptir umhverfi, mataræði og andleg líðan megin máli. Ristilkrampar eru ekki hættulegir og þróast ekki út í krabbamein eða langvinna þarmabólgu.

Hvaða lyf eru í boði?

Lyf við ristilkrömpum. Þegar ristilkrampar eru mikið vandamál geta  lyf sem slaka á krömpunum í sumum tilfellum haft áhrif.

Hægðalyf sem mýkja hægðirnar. Þegar harðlífi er vandamál

Lyf við vindgangi og óróleika í maga, geta í sumum tilfellum haft áhrif ef um mikið vandamál er að ræða, það er þó mjög einstaklingsbundið hversu vel þau gagnast.

Kvíðastillandi lyf.

Lestu fleiri áhugaverðar greinar á doktor.is logo

SHARE