Hver eru einkenni sveppasýkingar í hársverði?

Sveppasýking í hársverði/hári er vegna sýkingar af völdum húðsveppa. Húðsveppir skiptast í 3 flokka eftir því hvort þeir sýkja jörðina (geofile), dýr (zoofile) eða fólk (antropofile). Húðsveppasýking orsakast yfirleitt af hyrnismyglissveppi (microsporum canis) eða hringskyrfissveppi (trichophyton).

Latneska heitið yfir sveppasýkingu í hársverði er tinea capitis eða dermatophytosis capitis.

Sjá einnig: Sveppasýkingar, magaverkir, höfuðverkir, brjóstsviði, bjúgur og fleira úr sögunni?

Hver er orsökin?

Sveppasýking í hársverði sést næsta eingöngu meðal barna. Hugsanlega kemur meiri fituframleiðsla í hársverði fullorðinna í veg fyrir að húðsveppur nái að dafna.

Í flestum tilvikum berst sýkingin frá dýrum (hundum, köttum, kálfum, hömstrum og naggrísum). Flest spendýr bera húðsveppi án þess að það valdi þeim óþægindum en dýrin geta smitað aðra.

  • Börn með sveppasýkingu í hársverði/hári geta smitað önnur börn.

Hver eru einkennin?

Til eru nokkur afbrigði sveppasýkingar í hársverði/hári m.a.:

  • Í hársverðinum er eitt eða fleiri afmörkuð svæði þar sem húðin getur flagnað og hugsanlega er einnig bólga til staðar. Þá getur komið fram blettaskalli með einkennandi brotnum hárum.
  • Bólgin, upphleypt svæði sem jafnvel getur vessað úr; ör geta myndast í kjölfarið.
  • Í einstaka tilvikum fylgir hiti.

Sjá einnig: Bakteríur sem valda leggangasýkingum

Hverjir eru í áhættuhóp?

  • Börnum sem eru mikið innan um dýr er hætt við að fá sveppasýkingu í hársvörð/hár. Algengara er þó að sýkingin fari í húðina og myndi hringlaga, hreistrandi bletti.

Ráðleggingar

Erfitt er að forðast húðsveppi þar sem þeir eru alls staðar í kringum okkur. En varist að börnin ykkar leiki sér við dýr með hárlausa, hringlaga bletti.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

  • Aðrir húðsjúkdómar hafa svipuð einkenni en allt aðra meðhöndlun. Því er mikilvægt að læknirinn greini ekki sjúkdóminn einungis út frá sjúkdómseinkennum heldur geri frekari rannsóknir.
  • Tekið er sýni til ræktunar og skoðunar. Sumir sveppir ljóma þegar lýst er á þá með útfjölubláu ljósi (wood-light).
  • Sjúklingnum verður jafnvel vísað til sérfræðings.

Batahorfur

Það er mikilvægt að hefja meðferð sem fyrst til að koma í veg fyrir að sýkingin breiðist út um líkamann og til þess að draga úr smithættu.

Ef bakteríur sýkja bólgin, upphleypt svæði í hársverði er aukin hætta á að blettaskallinn gangi ekki til baka.

Hver er meðferðin?

Bæði kemur til greina að gefa áburð og töflur. Í alvarlegum tilvikum kemur til greina að nota barkstera.

SHARE