Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?

 

Við erum öll misjöfn og það er skemmtilegt að sjá hversu ólík við erum, út frá stjörnumerkjunum. Hvert merki hefur sitt sérkenni.

Eitt af því sem er mismunandi á milli stjörnumerkja er hvernig við tjáum ást okkar. Hér sjáum við dæmi um þennan mun.

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Hrúturinn er fyrstur á þessum lista. Hann er oft álitinn þurr og húmorslaus en ekki hafa áhyggjur, hann skemmtir sér vel líka.

Hugmynd Hrútsins um daður er kaldhæðni og hann gæti átt það til að gera grín á þinn kostnað. Ekki taka því nærri þér. Þegar Hrúturinn á í hlut er þetta jákvætt merki.

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Nautið er smámunasamt, athugult og jafnvel örlítið tortryggið. Það á það til að segja hvernig þeim líður, umbúðalaust. Til dæmis segir það þér að það sér hrifið af þér og líka af hverju.

Nautið elskar ákveðna hluti við maka sinn. Það hrósar þér kannski ekki oft en ekki hafa áhyggjur, það elskar þig samt.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Tvíburinn er stundum þrjóskur en er samt léttur í lund og gaman að vera í kringum hann. Jafnvel þó hann laðist ekki að þér á rómantískan hátt, er hann ekki feiminn við að knúsast og daðra smá.

Oft á Tvíburinn það til að segja það hreint út að hann sé hrifinn af þér. Hann er ekki mikið fyrir of náin vinasambönd.

 

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Krabbinn hefur mjög gaman að því að sjá um aðra og er eitt rómantískasta merkið og jafnvel svolítið gamaldags. Hann vill senda þér blóm og gjafir og jafnvel lítil ástarbréf.

Krabbinn er sá sem man eftir afmælinu þínu og meira að segja afmælum foreldra og gæludýra líka.

 

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir apríl 2017
Stjörnuspá fyrir mars 2017
Hvert er þitt leynda persónueinkenni?
Stjörnuspá fyrir febrúar – Vatnsberinn
Stjörnuspá fyrir febrúar – Sporðdrekinn
Af hverju gengur ástin ekki upp?
Hvað átt þú erfitt með að viðurkenna?
Stjörnuspá fyrir árið 2017
Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?
Stjörnuspá fyrir desember 2016
Stjörnumerkin og kynþokkinn
Stjörnumerkin og gallarnir
Hvað myndir þú aldrei gera? – Stjörnuspeki
Stjörnumerkin: Hvað gerir þig aðlaðandi?
Stjörnumerkin og rifrildin
Stjörnuspá fyrir nóvember 2016