Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?

Hefurðu tekið eftir því að fólk hefur margskonar leiðir til að takast á við reiði sína og tjá hana?

Það er miserfitt að reita fólk til reiði og það er mjög áhugavert að skoða þetta út frá hverju og einu stjörnumerki.

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Sem eitt af eldmerkjunum er Hrúturinn með mjög stuttan þráð og getur sprungið með miklum látum. Þegar Hrúturinn verður reiður verður hann árásagjarn og skapstyggur.

Hrútnum finnst mjög gott þegar fólk gefur honum svigrúm þegar hann er reiður annars á hann það til að láta eftir hvatvísinni sinni og bregðast illa við.

 

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Það getur reynst mjög erfitt að tala við Naut þegar þau eru reið. Nautið er svakalega þrjóskt og bakkar aldrei af sinni skoðun eða meiningu.

Ef þú reitir Hrútinn til reiði, máttu alveg búast við því að hann verði mjög langrækinn. Hann mun virða þig að vettugi dögum saman, jafnvel vikum saman.

 

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Þegar Tvíburinn verður reiður hugsar hann óskýrt og verður mjög óákveðinn.

Hann á erfitt með að gefa skýr svör svo hann gefur þér annað hvort bara þögnina eða öskrar á þig. Vertu viðbúin/n hverju sem er.

 

 

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Krabbinn er mikil tilfinningavera, svo reiði þeirra getur verið mjög heiftug. Hann fer að nota andlegt ofbeldi og svartsýni og ef þú ert í sambandi með Krabba, þarftu að vilja hafa áhuga á að laga sambandið því hann mun ekki stinga upp á þeirri leið.

Farðu einnig varlega því Krabbinn getur reynt að draga þig á asnaeyrunum þegar hann er reiður.

 

Skyldar greinar
Stjörnuspá fyrir febrúar – Vatnsberinn
Af hverju gengur ástin ekki upp?
Hvað átt þú erfitt með að viðurkenna?
Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?
Stjörnumerkin og gallarnir
Hvað myndir þú aldrei gera? – Stjörnuspeki
Stjörnumerkin og rifrildin
Myndir
Uppáhaldskynlífsathafnir stjörnumerkjanna
Stjörnumerkin og ástleysið
Verstu persónueinkenni stjörnumerkjanna
Leyndir hæfileikar stjörnumerkjanna
Stjörnumerkin og veikleikarnir
Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?
Reiðist þú þegar hungrið steðjar að?
Kynlífið skv. stjörnumerkjunum – Vogin
Kynlífið skv. stjörnumerkjunum – Tvíburinn