Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?

Hefurðu tekið eftir því að fólk hefur margskonar leiðir til að takast á við reiði sína og tjá hana?

Það er miserfitt að reita fólk til reiði og það er mjög áhugavert að skoða þetta út frá hverju og einu stjörnumerki.

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Sem eitt af eldmerkjunum er Hrúturinn með mjög stuttan þráð og getur sprungið með miklum látum. Þegar Hrúturinn verður reiður verður hann árásagjarn og skapstyggur.

Hrútnum finnst mjög gott þegar fólk gefur honum svigrúm þegar hann er reiður annars á hann það til að láta eftir hvatvísinni sinni og bregðast illa við.

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Það getur reynst mjög erfitt að tala við Naut þegar þau eru reið. Nautið er svakalega þrjóskt og bakkar aldrei af sinni skoðun eða meiningu.

Ef þú reitir Nautið til reiði, máttu alveg búast við því að hann verði mjög langrækinn. Hann mun virða þig að vettugi dögum saman, jafnvel vikum saman.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Þegar Tvíburinn verður reiður hugsar hann óskýrt og verður mjög óákveðinn.

Hann á erfitt með að gefa skýr svör svo hann gefur þér annað hvort bara þögnina eða öskrar á þig. Vertu viðbúin/n hverju sem er.

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Krabbinn er mikil tilfinningavera, svo reiði þeirra getur verið mjög heiftug. Hann fer að nota andlegt ofbeldi og svartsýni og ef þú ert í sambandi með Krabba, þarftu að vilja hafa áhuga á að laga sambandið því hann mun ekki stinga upp á þeirri leið.

Farðu einnig varlega því Krabbinn getur reynt að draga þig á asnaeyrunum þegar hann er reiður.

 

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Þegar Ljónið verður reitt er mjög erfitt að tala það. Hégómi þess og egó getur látið það halda að þetta sé ekki þeim að kenna og geta alls ekki séð að rifrildið geti eitthvað tengst þeim.

Skap Ljónsins er fljótt að breytast og það getur látið það virðast andstyggilegt.

 

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Meyjan á það til þegar hún reiðist að byrgja allar tilfinningarnar inni eða verða alveg svakalega tilfinningarík.

Hún er svakalega gagnrýnin og smámunasöm sem verður oft til þess að hún veltir sér upp úr hverju smáatriði rifrildisins.

 

Vogin

23. september – 22. október

Vogin getur verið svakalega óákveðin þegar hún verður reið. Eina mínútuna langar hana að leggja allt á borðið og þá næstu vil hún gleyma þessu öllu og hætta að ræða þetta allt saman.

Vogin er líklegri til að halda í gremjuna en að finna einhverskonar uppbyggilega sáttaleið.

 

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Það er best að láta Sporðdrekann í friði þegar hann er reiður. Hann er mjög tilfinningaríkur og líður oft eins og fólk sé að ráðast á hann. Þá ræðst hann á fólk til baka með látum sem geta sært aðra.

 

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Þegar Bogmaðurinn reiðist vill hann útkljá málin þá og þegar. Hann verður hættulega reiður og missir alla síu á það sem hann segir.

Þegar þú segir eitthvað bara til að særa, ræðstu á það sem manneskjan er viðkvæmust fyrir.

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Þegar Steingeitinni er ögrað, bregst hún öðruvísi við en annars. Fyrst útskýrir hún hvers vegna hún er reið (þó allir viti það) og svo vill hún ekki ræða það neitt frekar. Svo þegar hún opnar sig loksins, talar hún niður til fólks.

 

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Vatnsberinn hatar að vera viðkvæmur. Hann hatar það svo mikið að hann vill frekar reiður en að tala um það af hverju hann er í raun reiður.

Vatnsberinn heldur reiðinni inni og nöldrar og honum er alveg sama hvernig öðrum líður með það.

 

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Fiskurinn á það til að fara í sjálfsvorkun, sem þýðir að þegar hann verður reiður á hann það til að dvelja í eigin eymd.

Þegar Fiskurinn rífst á hann það líka til að verða mjög tilfinningaríkur sem verður til þess að þeir sem hlut eiga að máli enda með að þurfa að einblína á hans vandamál.

Fiskurinn verður meira sár yfir því að manneskja hafi virkilega komið honum í svona uppnám, heldur en raunverulegu ástæðunni fyrir rifrildinu.

Heimildir: Higherperspectives.com 

 

SHARE