Hvernig upplifir þitt stjörnumerki ástina?

Flest langar okkur að verða ástfangin og það er svakalega gaman að finna ástina. Þegar við verðum ástfangin förum við að upplifa og gera hluti sem við vanalega gerum ekki. Við getum upplifað ástina á ólíkan hátt og hér er sagt frá því hvernig stjörnumerkin upplifa ástina:

1. Steingeitin

22. desember – 19. janúar 

Steingeitin er alltaf að leita að bestu leiðinni til að finna fyrir ást. Stundum líður Steingeitinni eins og velgengni sambandsins sé algjörlega undir henni komin.

Það getur verið yfirþyrmandi því auðvitað vill maður fá aðstoð hins aðilans við að hlúa að sambandinu. Ekki hika við að vera berskjölduð/aður, því maki þinn stendur með þér í gegnum súrt og sætt.

2. Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Ástin finnur Vatnsberann án þess að hann sé að leita að henni. Í daglegu amstri á Vatnsberinn það til að gleyma að tjá tilfinningar sínar til þeirra sem hann elskar mest.

Þegar Vatnsberinn finnur ástina finnur hann fyrir kitli í maganum, smá ógleði og örlitlum svima þegar hann hugsar um hina manneskjuna. Það er alltaf eins og Vatnsberinn sé að verða ástfanginn í fyrsta sinn og það tekur hann tíma að aðlagast nýju sambandi.

3. Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Fiskurinn eru svakalega fljótur að verða ástfanginn. Hann er opinn með tilfinningar sínar og á auðvelt með að finna ástina, bara með því að vera umhyggjusamur gagnvart öðrum.

Þegar Fiskurinn er ástfanginn mun hann eyða öllum sínum tíma, allri sinni athygli og peningum í þá manneskju sem hann elskar.

Skyldar greinar
Myndband
Getur andlegt ofbeldi bætt sambandið?
Stjörnuspá fyrir apríl 2017
Myndband
Hann hélt framhjá og segir henni af hverju
Hvert er þitt leynda persónueinkenni?
Hvað segir þín fæðingartala um þig?
Af hverju gengur ástin ekki upp?
7 merki um að maki þinn elskar þig ekki lengur
Myndir
Þau tóku brúðarmyndir 70 árum eftir brúðkaupið
Stjörnuspá fyrir desember 2016
Stjörnumerkin og kynþokkinn
6 atriði sem karlmenn elska að konan geri
Stjörnumerkin og kvíðinn
5 týpur af karlmönnum sem eru líklegir til að halda framhjá
Verstu persónueinkenni stjörnumerkjanna
Myndir
Hvert borð er tileinkað Disneyævintýri!
Leyndir hæfileikar stjörnumerkjanna