Hvernig veistu að tími er kominn á breytingu í lífinu?

Á hverjum degi höfum við tækifæri til að breyta lífi okkar algjörlega, en við getum líka tekið slæmar ákvarðanir á hverjum degi. Þú getur auðveldlega breytt sjónarmiðum á einum degi án þess að átta þig á að breytingarnar gerðu gæfumun á lífi þínu þegar þú horfir til baka á þann tíma.

Margir eru ekkert sérstaklega sáttir við líf sitt eins og það getur verið af mörgum ástæðum.

Tilfinningar þínar eru leið líkamans til að segja þér þegar þú ert ekki á réttri braut. Ef þú hefur nýlega fundið fyrir því sem talað er um hér að neðan, er líklegt að þú þurfir að fara breyta eitthvað til í tilverunni. Þegar allt kemur til alls ert það bara þú sem getur umturnað aðstæðum þínum.

unhappy

Sjá einnig: Án jákvæðra hugsana er engin vellíðan

Tilfinningin um tilbreytingarleysi í þínu daglega lífi

Hvernig líður þér þegar þú hittir til dæmis kunningja og hann spyr þig hvað sé að frétta og þú svarar “æj, það er ekkert að frétta” í hvert skipti? Hefurðu stoppað og horft til baka til þess eins að sjá að ekkert hefur gerst í tvö eða þrjú ár? Með því að hanga alltaf með sama fólkinu og vera alltaf á sama staðnum, getur komið í veg fyrir að þú náir að vaxa tilfinningalega og þroskast sem manneskja.

Þessi tilfinning að líða eins og þú ert í stöðnun, er líklegast fyrsta ábendingin um að nú er kominn tími til að breyta til. Við erum þó ekki að tala um að þú þurfir að fara í fallhlífastökk á hverjum degi eða fara í daglega ævintýraferð, heldur brjóta upp á daginn með litlum atriðum, svo sem fara og hitta nýtt fólk, farðu á viðburði eða athugaðu hvort þú getir fundið þér nýtt áhugamál.

Svo lítið sem örlítil breyting á umhverfi getur gert heilmikið og eftir smá tíma getur þér liðið eins og einhverjar framfarir séu að eiga sér stað í lífi þínu.

Óánægja með starfsferilinn

Oft á tíðum þurfum við að velja okkur hvað við stefnum á að starfa við þegar við erum ung og ómótuð, aftur á móti breytumst við með aldrinum, rétt eins og áhugasvið okkar. Við getum komist að þeirri niðurstöðu að það sem við völdum okkar að læra eða stefna að þegar við vorum ung, er ekki það sama og okkur langar til að starfa við allt okkar líf.

Stundum getur okkur liðið eins og við erum ekki nægilega hæf í starfi eða jafnvel of hæf, með engum möguleika á því að vaxa. Ef þér líður eins og vinna þín veiti þér ekki þá ánægju sem þú bjóst við, skaltu hugsa vandlega hvað þig langar til að gera í framtíðinni.

Það er mjög mikilvægt að þú njótir þín í starfi þínu, því annars er það ekki þess virði að vera í. Reyndu að finna eitthvað sem er í stíl við persónuleika þinn og lætur þig ekki bölva á hverjum degi.

Sjá einnig:10 ástæður til að elska sterka konu

Afbrýðisemi gagnvart “fullkomna lífi” annarra í kringum þig

Þegar þú byrjar að finna fyrir afbrýðisemi gagnvart fólki í kringum þig, er tími til kominn að þú farir að hugsa með þér hvað þú getir gert til að breyta til hjá þér. Ef þér líður eins og allir hafa það betra, skemmta sér betur en þú, vera í betri vinnu en þú, virðast með allt á hreinu, skaltu vita að það gerist ekki að sjálfu sér. Þú þarft að hafa fyrir því að komast þangað sem þú vilt vera og hefur oftast ekkert með heppni að gera. Afbrýðisemi getur leitt til þess að þú sjáir ekki jákvæðu hliðina á aðstæðum þínum.

Ef þú stendur þig að því að finna fyrir afbrýðisemi gagnvart einhverjum í kringum þig, skaltu leita allra ráða til að breya því. Einbeittu þér að því að finna það jákvæða í hverri aðstæðu og gerðu ávallt þitt allra besta í öllum aðstæðum og þú getur áttað þig á því að þú ferð mun meira að samgleðjast fólki fyrir velgengni þeirra, í stað þess að finna til afbrýðisemi.

Fjárhagslegt óöryggi

Að reyna að fylla líf þitt af öllu því nýjasta og flottasta, getur leitt til þess að þú eyðir allt of miklum peningum og slíkur lífstíll mun aldrei geta gengið alla tíð. Byrjaðu á því að hugsa vel um það hvað þú ert að eyða peningum þínum í og skoðaðu hvar þú getur minnkað fjárútlátin.

Byrjaðu á því að skoða hvað það er sem þú þarft á að halda og hvað flokkast undir lúxusvörur. Það þýðir þó ekki að þú þurfir að hætta alfarið að leyfa þér hluti, en það getur komið þér virkilega á óvart hvað þú getur sparað mikinn pening, með því að hugsa skrefinu lengra og metið hvort þú þurfir á því að halda.

Sjá einnig: Hvað er það sem þig hefur alltaf langað til að breyta við sjálfa þig?

Stanslaus þreyta

Óánægja með líf þitt hefur ekki bara áhrif á andlegu heilsu þína, heldur að líkamlegu líka, ásamt því að líkami og sál hafa áhrif á hvort annað. Það getur leitt til þess að fólk finnur ekki kraft í sér til að gera nokkurn skapaðan hlut og leitt til síþreytu og hreinlega komið í veg fyrir að þú finnir viljann til að fara framúr á morgnanna.

Besta leiðin til að brjóta upp á þessa líðan er að hreyfa sig. Það getur verið mjög erfitt að byrja, þegar þú ert með síþreytu, en með hreyfingunni færðu súrefni, endorfín og adrenalín út í líkamann og þar með eykur þú orku þína. Hreyfðu líkama þinn til að fá orku, það er bara svo einfalt.

Það er undir þér komið að taka ákvarðanir fyrir þig til að snúa lífi þínu við. Enginn annar getur gert það fyrir þig eða neytt þig til að fylgja þeim eftir. Það eina sem þú þarft er smá viljastyrkur og allt er mögulegt.

Enginn annar er ábyrgur fyrir lífi þínu eða hamingju.

Heimildir: lifehack.com

SHARE