Hvernig vitum við að við þurfum hreinsun?

Að hreinsa eða afeitra líkamann; að detoxa, þýðir að hjálpa líkamanum að losa sig við eiturefni sem safnast upp í lifrinni. Þegar talað er um að fara í hreinsun eða afeitrun er verið að tala um leiðir til þess að hámarka getu líkamans til þess að losa sig við þessi eiturefni. Líkaminn hefur þessa virkni á náttúrulegan hátt en upp getur komið að hann hafi ekki undan og þá safnast eiturefnin upp og geta valdið okkur vanlíðan.

 

Hægt er að ná töluverðum árangri í hreinsun með því að borða rétt, drekka vatn, hreyfa sig og passa sig á því að vera ekki í óheilnæmu umhverfi.

 

Sjá einnig: Matur sem hjálpar við að afeitra líkamann

Við þekkjum betur ytri hreinsun líkamans – við förum í sturtu, burstum tennur og þvoum okkur um hendur margsinnis yfir daginn. Þegar við þurfum að þvo okkur er það áþreifanlegt – en hvernig vitum við að líkami okkar þurfi innri hreinsun? Ef þrjú eða fleiri þessara einkenna eiga við þig gætir þú þurft á hreinsun að halda.
-Skán á tungu
-Vökvasöfnun í líkamanum/bjúgur
-Uppþembdur magi
-Mikil löngun í sætindi
-Mikil svitamyndun og þér er „alltaf heitt“
-Erfiðleikar við að léttast
-Húðkláði, útbrot eða bólur
-Óútskýrð þreyta
-Skapsveiflur
-Viðkvæmni fyrir áfengi (finnur áhrif eftir mjög lítið magn)
-Svefnörðugleikar

 

Heimildir: Fréttatíminn

Skyldar greinar
Passaðu upp á nýrun
Láttu þér líða vel
Hvað er hægðatregða?
Góður nætursvefn er lykillinn að góðri geðheilsu
Undirbúðu húðina fyrir farða
Varastu að borða þetta fyrir svefninn
Ert þú að þvo hendurnar rétt?
Mislingar
5 ráð til að bæta sjálfstraustið
Krydd eru allra meina bót
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Góðar venjur kvölds og morgna
Hvað er að vera vegan?
Góður svefn – aukin vellíðan
Allir af stað!
7 streitumistök sem við gerum flest