Hvönnin nýtt í dýrindis kvöldverð

Þessi skemmtilega uppskrift er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Tinna hefur gaman af því að fara frumlegar leiðir í matargerð og nýta það sem náttúran hefur upp á að bjóða. Í þessa uppskrift notar hún ætihvönn sem sprettur meðal annars við árbakka og læki.

Sjá einnig: Ofnbakaðar kjötbollur

11998831_425179004342003_703605676862656549_n

12049039_10153625667732453_865633394_n

Hvannarkjötbollur í rjóma-BBQ

800 g nautahakk

2 egg

5-6 grófar bruður

1 laukur

3/4 dl mjólk

1 tsk nautakraftur

svartur pipar

1 1/2 tsk sjávarsalt

1/2 tsk cumin

1/2 tsk laukduft

1/2 tsk hvítlauksduft

1/2 tsk Season All

handfylli söxuð ætihvannarlauf

Setjið nautahakk í skál ásamt eggjum og myljið  bruðurnar yfir. Fínsaxið lauk og bætið við nautahakkið ásamt mjólk, nautakrafti, svörtum pipar, sjávarsalti, cumin, laukdufti, hvítlauksdufti, Season All og söxuðum hvannarlaufum.

Blandið öllum hráefnum vandlega saman með höndunum. Athugið þó að ef nautahakkið er hnoðað of lengi verður það seigt.

Útbúið hæfilega stórar kjötbollur með höndunum og raðið þeim í stórt eldfast mót. Eldið bollurnar í ofni við 180° í 20 mínútur og útbúið rjóma-BBQ sósu á meðan.

Rjóma-BBQ sósa

2 dl matreiðslurjómi

1 dl Honey Mustard BBQ sósa

1/2 dl tómatpassata

1 msk Maizena mjöl

Hitið rjóma, BBQ sósu og tómatpassata í potti og látið krauma við vægan hita í nokkrar mínútur. Þykkið sósuna með Maizena mjöli.

Þegar kjötbollurnar hafa eldast í 20 mínútur, hellið þá rjóma-BBQ sósunni yfir þær og eldið áfram í 5 mínútur.

Berið fram með hrísgrjónum og góðu hvítlauksbrauði.

12067253_10153625668647453_2053047314_n

SHARE