Ilmandi eins og stórstjörnurnar

Það eru komnir tveir æðislegir nýir ilmir á markað sem eru báðir, á sinn hátt alveg einstakir. Sá fyrri sem mig langar að segja ykkur frá er The Key frá Justin Bieber. Þessi ilmur er hvetjandi og býður þér að opna hina endalausu möguleika drauma þinna. Lyktin er tær ávaxta-blóma-musk og vekur athygli hvar sem þú ert.

70285W

 

 

Ilmvatnsglasið sjálft er látlaust og fallegt með smá gylltu. Lykillinn, sem er vísað til í nafni ilmvatnsins, er á glasinu en það er hægt að taka hann af og nota sem skraut á armband, hálsmen eða lyklakippu.

Screen Shot 2016-03-01 at 2.01.02 PM

Hér er auglýsingin fyrir ilminn en ilmurinn á að koma þér nær Justin Bieber en þú hefur nokkurn tímann komist. Ég myndi geta notað hann við nánast hvaða tækifæri sem er. Hann er alltaf við hæfi.

 

Hinn ilmurinn sem mig langar að segja ykkur frá er Riri sem er nýjasti ilmurinn frá Rihanna, en Riri er gælunafn söngkonunnar vinsælu.

Ilmurinn er stelpulegur og daðrandi ásamt því að vera alveg rosalega ferskur. Mér finnst þessi ilmur alveg einstaklega góður og ég myndi velja hann ef ég væri að klæðast ljósum fötum og léttari fatnaði en á köldum vetrarmorgni.

 

Glasið er svo flott, kvenlegt og elegant.

riri-perfume

Skyldar greinar
Brjáluðu þrúgurnar frá Spáni
Suðræn stemning og æðislegur matur
Einstaklega notalegur staður í hjarta borgarinnar
Rebel maskari – Svakalega flottur
Myndband
Samdi ástarljóð til konu sinnar í 60 ár
Ferskur karakter sem þorir að vera öðruvísi
Heitustu ilmirnir fyrir konuna
Heitustu herrailmirnir fyrir jólin
Tilbúinn til eldunar – Eldum rétt er frábær kostur fyrir alla
Íslenskar heilsuvörur úr hafinu
Lærum gegnum leik – Fjölbreytileg og falleg leikföng hjá ABC Leikföng
Dekurbarinn er með afmælistilboð – Gervieglur sem fara ekki illa með þínar eigin neglur