Jafnvel fallegasta leyndarmálaherbergi heims: Myndir

Hún heitir Sarah og heldur úti gullfallegri bloggsíðu um hannyrðir, sköpun og endurbætur á húsgögnum. Láttu hugann reika með henni; Sarah er skemmtileg, lifandi og einkar hugmyndarík húsmóðir sem fær gjarna útrás á blogginu. Og hún tekur fallegar myndir.

Í einni slíkri færslu segir hún frá húsakaupum þeirra hjóna fyrir tveimur árum síðan. Sonur þeirra hjóna var þá tveggja ára að aldri og svo vildi til að inn af barnaherberginu sjálfu lá lítið geymslurými sem var í niðurníðslu. Sjálft geymslurýmið var undir súð og herbergið því eins og þríhyrningur í laginu – 2 metrar sinnum tæpir 4 metrar, en hurðaropið sjálft var aðeins 60 cm sinnum 120 cm.

Obbosí?

  

14908435042_12933ec6b6_o

Í geymslunni, eða leyniherberginu eins og þau kusu að kalla það, var gamall plastdúkur á gólfinu, ljósrofi, steinullareinangrun og gömul trépanelsklæðning. Ekki beinlínis barnvænt umhverfi. Þar sem þeim hjónum fannst barnið ekki þurfa á auknu leikrými að halda, ákváðu þau að loka rýminu. Við nánari athugun kom þó til greina að gera upp pínulitla rýmið og koma litla drengnum að lokum á óvart. Þar af leiðandi settu þau kommóðuna fyrir innganginn og tvö ár liðu. Barnið hafði ekki neina hugmynd um leyniklefann, sem leit svona út áður en endurbætur hófust:

14885805936_600b837e94_o

 

14722145729_77dcc729ce_o

 

 

Fljótlega eftir að drengurinn varð þriggja ára gamall ákváðu þau hjón að gera Leyniklefann upp. Að Leyniklefinn yrði fjögurra ára afmælisgjöf til drengsins frá foreldrum hans. Þetta kallaði á framkvæmdir sem þau fengu aðstoð við; en vissulega þurfti að skipuleggja fram í tímann, þar sem endurbætur urðu að fara fram á skólatíma drengsins. Ættingjar og vinir fengu að vita af leyndarmálinu, en drengurinn hafði enga hugmynd um hvað var framundan. Klæðningin var rifin af veggjunum, nýtt rafmagn var lagt, gólfefnið var endurnýjað og að lokum var dýrðin máluð.

 

14905730621_00f273183f_o

 

Í bloggfærslunni segir Sarah að hún hafi valið húsgögnin ýmist úr IKEA eða úr eigin kistu; því sem til féll á heimilinu. Lítið borð og tveir stólar til að skapa rými til að teikna, skrifa og föndra lítil listaverk. Hilla fór á vegginn til að geyma verkfæri til föndurs og svo var það auðvitað leyndarmálakistan sjálf. 

 

14722147949_7c16284ccd_o

 

Sarah bætti að lokum heimskortinu á veginn, en segir drenginn eiga kort af Bandaríkjunum sem hangir uppi í herberginu hans. Í miðju herbergisins – á gólfið – fór þægileg motta og að auki hagræddi hún púðum og bútasaumsteppi til að skapa hlýlegan og notarlegan anda.

 

14885808446_c5d5fe533a_o

 

 14722179878_c7c05dbc31_o

 

14885808046_d3a2bae14e_o

 

Afraksturinn er dásamlegur lítill leyniklefi: Hér má sjá föður og son saman á afmælisdegi hins stutta. 

14905729291_6f3fd82a9d_o

Stórskemmtilega bloggsíðu Söruh má nálgast HÉR

SHARE