Jennifer Lopez varð fyrir tilfinningalegu og andlegu ofbeldi í samböndum

Söngkonan Jennifer Lopez er í þann mund að gefa út ævisögu sína sem ber nafnið True Love. Í bókinni greinir Jennifer frá því hvernig hún upplifði ofbeldi í fyrrum ástarsamböndum.

Lopez nefnir engan fyrrverandi elskhuga sinn á nafn en hún skrifar eftirfarandi.

I´ve never gotten a black eye or a busted lip, but I´ve felt abused in one way or another: mentally, emotionally, verbally.

Í bókinni fer hún í gegnum þær upp- og niðursveiflur sem hún hefur farið í gegnum í ástarlífinu sínu ásamt því að tjá sig um ástæðuna á bak við skilnaðinn við barnsföður sinn Marc Anthony. Þau skildu árið 2011 en það mun vera farsælasta samband söngkonunnar hingað til en þau eiga saman 6 ára gamla tvíbura þau Max og Emme.

Upphaflega átti bókin að vera tileinkuð aðdáendum Jen og vera einhvers konar dagbók um árin sem hún var á tónleikaferðalagi. Þegar á leið þróaðist bókin út í eitthvað allt annað og hjálpaði henni að horfast í augu við marga hluti. Hún kafar ekki djúpt í nein af fyrrum samböndum sínum í bókinni en dregur ákveðinn lærdóm af þeim atburðum sem hún hefur gengið í gegnum er varða ástina.

Lopez hefur verið gift þrisvar og segist hafa lært hversu mikilvægt það sé að standa með sjálfum sér í sambandi.

When things are not working out, and you’re not being treated in a way you want to be treated, you have to look at that because it´s nobody´s fault but yours. You have to take control and you have to set up your own boundaries. You have the power to change it.

Fyrrverandi eiginmaður Jennifer, Marc, las yfir bókina og hefur hann stutt við þessa ákvörðun Jennifer um að gefa út bókina. Þau reyna eftir bestu getu að styðja við bakið á hvort öðru vegna þess að þau telja það best fyrir börnin sín.

 

jennifer-lopez-435

 

SHARE