Jóladagatal 1. desember – Ferskleiki og fegurð

Í dag er skemmtilegur dagur hjá okkur á Hún.is en við erum að byrja með jóladagatalið okkar. Okkur finnst gaman að gefa og þetta er einn skemmtilegasti tími ársins að okkar mati.

Á þessum fyrsta degi ætlum við að gefa EyeSlices augnayndi. Þetta eru gelpúðar fyrir augun en klínískar rannsóknir hafa sýnt að þeir vinna á hrukkum, þrota, baugum, ummerkjum þreytu og rauðum augum.

Eitt best geymda leyndarmál náttúrunnar, Aloe Ferox, er uppistaðan í virkum innihaldsefnum EyeSlices augnayndis. Aloe Ferox er suður-afrísk jurt af sömu ætt og Aloe Vera en þykir vera öflugri meðal annars þar sem hún inniheldur mun meira af amínósýrum. Eiginleikar Aloe Ferox gera EyeSlices augnayndi kleift að endurnæra húðina í kringum augun. Virkum efnum frá Sviss og Bandaríkjunum er einnig bætt í vöruna þannig að augnsvæðið verður skínandi bjart á eftir. Virk náttúruleg innihaldsefni EyeSlices augnayndis skýra þann góða árangur sem næst með notkun gelpúðanna.

Screen Shot 2016-11-30 at 2.54.48 PM

Framúrstefnuleg tækni
EyeSlices augnayndi varð til eftir tíu ára öflugt þróunarstarf sérfræðinga á ýmsum sviðum.  Gelpúðarnir eru ofnæmisprófaðir og í þeim er hvorki paraben (rotvarnarefni) né latex.EyeSlices augnayndi sameinar öflugar jurtir úr náttúrunni annars vegar og nýsköpun í lífeindafræði hins vegar. EyeSlices augnayndi býður þér ferskleika og fegurð án fyrirhafnar.

Notkunarleiðbeiningar
Notaðu EyeSlices augnayndi hvar og hvenær sem er. Bestur árangur næst með því að nota gelpúðana daglega. Þvoið og þerrið húðina í kringum augun, lokið augunum og leggið EyeSlices augnayndi þétt að augnlokunum. Aðgætið að opna allar umbúðir varlega þannig að unnt sé að geyma EyeSlices augnayndi í þeim á milli þess sem þeir eru notaðir (allt að 10 skipti). Njótið stundarinnar á meðan EyeSlices augnayndi vinnur á augnsvæðinu.

Nægjanlegt er að nota gelpúðana í 5 mínútur en þá má nota í allt að 20 mínútur. Aðgætið að setja gelpúðana varlega aftur í innri umbúðirnar með plastfilmunni yfir og síðan að ytri skelin sé vandlega lokuð. Strjúkið yfir augnsvæðið með rökum klút ef þurfa þykir eftir notkun.

Það er engin önnur en Edda Björgvins leikkona, sem leikur í auglýsingunni fyrir Eyeslices og má sjá hana hér:

 

Ef þú vilt eiga kost á því að fá svona snilld að gjöf, þá þarftu bara að skrifa „Eyeslices já takk“ hér fyrir neðan og þú ert komin í pottinn. Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá þessa æðislegu púða að gjöf.

SHARE