Jóladagatal 16. desember – Aflausn eftir Yrsu

Það er svo óendanlega notalegt að koma sér fyrir í sófanum, með konfekt og kakó og góða bók. Kannski að kveikja á einu eða tveimur kertum. Mínar uppáhaldsbækur eru krimmar og hef ég lesið allar bækur Arnaldar Indriða, Yrsu Sigurðardóttur og Ragnar Jónasson og óska mér að fá þær allar í jólagjöf (smá svona „hint“ fyrir mína nánustu).

Gjöfin í dag er alveg í þessum anda en við ætlum að gefa einhverjum heppnum lesanda okkar Aflausn eftir Yrsu Sigurðardóttur.

Aflausn-frontur-600x888

Ráðist er á unglingsstúlku á salerni í kvikmyndahúsi. Á óhugnanlegum myndskeiðum sem send eru vinum hennar á Snapchat sést þessi vinsæla stelpa ítrekað biðjast fyrirgefningar – en á hverju og af hverju?

Lögreglan er ráðalaus í leit sinni að ofbeldismanninum og stúlkunni, sem er horfin. Og þá tekur málið ískyggilega stefnu.

 

Þetta hljómar eins og eðalkrimmi og það er klárt að ég mun lesa þessa um jólin. Ef ég fæ hana ekki í jólagjöf þá kaupi ég hana.

 

 

SHARE