Jóladagatal 24. desember – Kökugleði Evu

Aðfangadagur er kominn. Guði sé lof og þakkargjörð. Ég hef heitið sjálfri mér með því að njóta aðventunnar betur á næsta ári en í ár, en ég hef verið svolítið eins og hinn týpíski Íslendingur þessar vikur. Hef unnið yfir mig, stressað yfir mig og varla notið þess að bíða eftir jólunum. Svo eru þau bara komin og ég er bara kát með það.

En í tilefni aðfangadags ætlum við að gefa þessa fallegu bók frá Evu Laufey.

EVA_LAUFEY_KAPA_final_net

Kökugleði Evu hefur að geyma uppskriftir að rúmlega 80 ljúffengum kökum af öllum stærðum og gerðum. Í þessari girnilegu bók má finna kökur fyrir öll tilefni, allt frá smábitakökum að brúðartertum. Öruggt er að veisluborðin munu hreinlega svigna hjá eigendum bókarinnar!

Eva Laufey er annálaður sælkeri og mikil kökukerling, eins og hún orðar það sjálf. Uppskriftirnar í bókinni eru fjölbreyttar, afar aðgengilegar og það er á allra færi að töfra fram dýrðlegu kræsingarnar í henni.

Bókina prýða glæsilegar ljósmyndir eftir Karl Petersson.

Bollakökur – Súkkulaðikökur – Osta- og skyrkökur – Uppáhaldskökurnar mínar – Tilefniskökur – Bökur og pæ – Smábitakökur og gómsætir bitar

Ef þig langar í þessa frábæru bók er það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér fyrir neðan „Kökugleði Evu já takk“ og þú gætir orðið heppin/n.

Einnig hjálpar það til ef þú deilir jóladagatalinu með vinum þínum og splæsir í „like“ á Hún.is.

Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá Kökugleði Evu að gjöf!

SHARE