Kanilsnúða-rúlluterta

Þessi æðislega rúlluterta er frá Eldhússögum og er jafn góð og hún er girnileg!

 

Uppskrift:

 • 3 egg
 • 2 dl sykur
 • 0,5 dl mjólk
 • 1 dl hveiti
 • 1 dl kartöflumjöl
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 msk vanillusykur
 • 2 tsk kanill
 • Fylling
 • 150 g smjör, við stofuhita
 • 1 msk kanill
 • 2 msk vanillusykur
 • 1 dl flórsykur
 •  + perlusykur og/eða sykur

Ofn stilltur á 250 gráður við undir- og yfirhita. Egg og sykur þeytt létt og ljóst. Kartöflumjöli, hveiti, lyftidufti, vanillusykri og kanil er blandað saman og bætt varlega út í, ásamt mjólkinni, með sleikju. Því næst er deiginu helt á ofnplötu, klædda bökunarpappír, og dreift úr deiginu þannig að það myndi ferning. Bakað við 250 gráður í ca. 4-5 mínútur. Um leið og kakan kemur úr ofninum er henni hvolft á sykurstráðan bökunarpappír.

img_4125

Hráefnum í fyllinguna er þeytt saman í ca. 2-4 mínútur. Fyllingunni er því næst dreift yfir kaldan botninn og kökunni rúllað upp á lengdina með hjálp bökunarpappírsins.

img_4130

Eldhússögur á Facebook. 

Skyldar greinar
Kransakaka frá Gotterí
Páskabomba
Kanillengja með marsípani og glassúr
Kanilsnúðakex
Croissant french toast
Kanilsnúðakaka
Margra laga súkkulaði- og jarðaberjaterta
Bananakaka með glassúr
Júllakaka
Kryddað jólakaffi
Mjúk súkkulaðikaka með kaffikeim og mjúku súkkulaðikremi
Ávaxtakaka með pistasíum
Gulrótaterta með kasjúkremi
Himnesk Marengsterta með kanil, karamellu og pecanhnetum
Hindberjasúkkulaðiterta
Bananakaka með söltuðu karamellukremi og pekanhnetum