Karlmaður tjáir sig um blæðingar kvenna

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Ég rakst í gær á grein á veraldarvefnum þar sem fjallað var um blæðingar kvenna og mér fannst þessi grein svo kjánaleg að ég bara varð að skrifa um hann nokkur orð (sorrý með mig)

Í fyrsta lagi held ég að það sé alveg deginum ljósara að manneskjan sem skrifaði þennan pistil var á alveg bullandi túr sjálf og greinilega að láta það fara aðeins í skapið á sér. Í þessari blessuðu grein var farið yfir fimmtán hluti sem konur þjást af á þessum tíma, einu sinni í mánuði. Vissulega eru hlutir á þessum lista sem eru alveg eflaust skelfilega óþæginlegir og með þá hluti eigið þið alla mína samúð en svo fannst mér einnig hlutir á þessum lista sem mér þótti ekki merkileg vandamál.

Eins og til dæmis sú hræðilega staðreynd að þennan tíma mánaðarins NEYÐIST þið til þess að fara með handveskin ykkar með ykkur á salernið, því þar geymið þið dömubindin eða túrtappanna. Guð minn almáttugur, þvílík mannréttindarbrot. Hafið þið aldrei heyrt um vasa? Svo er líka hægt að troða þessum hlutum inn á brjóstarhaldarann og geyma þá þar.

Svo er líka talað um hvað þið séuð með stuttan þráð á meðan þið eruð á blæðingum en stundum hef ég á tilfinningunni að þið notið þetta bara sem afsökun til að fá að vera með leiðinni. Þetta „Ég má haga mér svona því ég er á túr“ attitude ykkar er orðið vel þreytt.

Toppnum á greininni fannst mér samt náð þegar talað er um fyrirtíðarspennu sem sjúkdóm og sagt að 40% kvenna þjáist af skapsveiflum vegna „sjúkdómsins“ nánast allan mánuðinn. Þarna er bókstaflega verið að segja að þið megið haga ykkur eins og þið viljið bara útaf af blæðingunum. Það er eins og ef ég myndi segja að það væri í lagi að löðrunga konuna mína þegar ég er með “manflu” bara vegna þess að mér líður svo illa.

Af hverju getið þið ekki bara verið jafn glaðar og konurnar í dömubindaauglýsingunum?

Lúkas Jarl Kolbjarnarson

 

Tengdar greinar: 

Blæðingar – allt um tíðahringinn!

Mig langar að deyja einu sinni í mánuði!

 

 

Skyldar greinar
Myndband
Leyfir sér að blæða í hvítar jógabuxur
Myndir
Þessar myndir geta konur bara skilið!
Hvað eru tíðaverkir?
Myndir
Móðir biður dóttur sína að kaupa túrtappa fyrir sig
Myndband
Auglýsing sem sýnir að konur eru hörkutól
„Er ekki hissa á að konur selji sig á Íslandi“
Myndband
Játningar tengdar túrtöppum
Myndir
Vandræðalegar túrjátningar
Myndband
Búnaður sem minnkar túrverki
Myndband
Þessir gaurar prófuðu að fara á blæðingar
Hefur lést um 60 kg með hjálp OA samtakanna
Myndband
DIY: Svona getur þú náð blettum úr brókinni þinni
Myndband
11 hlutir sem konur skilja mjög vel
Blessaðir túrverkirnir
Myndband
Söngur um leggöngin
Myndband
Afhverju eru blæðingar ennþá tabú?