Kjúklingasalat með BBQ- dressingu

Alveg tilvalið að föstudegi. Ljúfmeti.com er sko með þetta!

Kjúklingasalat með BBQ- dressingu

Kjúklingasalat með BBQ- dressingu

Kjúklingasalat með BBQ- dressingu

Kjúklingasalat með BBQ- dressingu

  • 500 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
  • 1 dl Hunt´s Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce
  • 70 g furuhnetur
  • 1 msk tamarisósa
  • spínat
  • 1 rauð paprika, skorin í strimla
  • 1 gul paprika, skorin í strimla
  • ½ rauðlaukur, skorin í fína strimla
  • kokteiltómatar, skornir í tvennt
  • avokadó, skorið í sneiðar
  • jarðaber, skorin í tvennt
  • gráðostur (má sleppa)

BBQ-dressing:

  • 1 dl Hunt´s Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce
  • 1 dl matreiðslurjómi

Kjúklingalundum og BBQ-sósu er blandað saman í skál og kjúklingurinn látinn marinerast í 30 mínútur. Að því loknu er hann grillaður þar til eldaður í gegn.

Furuhnetur eru þurrristaðar á pönnu við miðlungsháan hita þar til þær eru komnar með gylltan lit. Þá er tamarisósu hellt yfir og steikt áfram í 30 sekúndur (eftir að tamarisósan er komin á pönnuna er hrært stöðugt í hnetunum). Hneturnar eru þá teknar af pönnunni og lagðar til hliðar.

BBQ-dressing: BBQ-sósu og matreiðslurjóma er blandað saman í potti og hitað að suðu. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur.

Samsetning: Spínat, paprikur, rauðlaukur, kokteiltómatar og avokadó er blandað saman og sett í stóra skál eða á fat. Grillaðar kjúklingalundir eru lagðar yfir, þar næst er gráðostur mulinn yfir og að lokum er ristuðum furuhnetum stráð yfir salatið. Salatið er skreytt með jarðaberjum og borið fram með BBQ-dressingunni.

SHARE