Kjúklingasamloka með mozzarella og aioli majónesi

Þessi er ótrúlega girnileg og góð. Kjúklingurinn, mozzarella og sósan. Fullkomin samsetning frá Lólý.is 

Kjúklingasamloka með mozzarella og aioli majónesi

2 ciabatta brauð eða annað gott brauð
1 kúla ferskur mozzarella
2 tómatar
2 kjúklingabringur
1 salat laukur
salat
aioli majónes eða aioli smjör
smá hvítlauksolía til að smyrja á brauðið
salt il að krydda brauðið með (ég notaði parmesan basil salt frá Nicolas Vahé)
2 dl Barbecue sósa til að setja á kjúklinginn(mín upáhalds er KC Masterpiece sem fæst í Kosti)
1 dl Soy og sesam tómatsósa frá Nicolas Vahé
Chillisósa(blanda saman sýrðum rjóma og chilli tómatsósunni frá Heinz)

Blandið saman barbeque sósunni og tómatsósunni og berið á kjúklinginn. Grillið kjúklinginn þangað til að hann er grillaður í gegn eða c.a 20 mínútur. Látið hann kólna og skerið í sneiðar. Smyrjið brauðið með hvítlauksolíunni og kryddið með smá salti og grilllið brauðið þangað til þið fáið fallegar rendur í það. Svo er gott að blanda saman sýrða rjómanum og chillisósunni til að hafa tilbúna þegar þið raðið á samlokuna ykkar.
Svo er bara að raða á brauðið – smyrjið aioli á neðri hlutann, svo salat, laukur, tómatar og kjúklingur. Skerið mozzarella ostinn í sneiðar og raðið ofan á kjúklinginn svo chillisósuna yfir og svo er bara að loka samlokunni, smella á disk með PikNik kartöflum og njóta.

 

Endilega smellið „like-i“ á Lólý á Facebook. 

loly

Skyldar greinar
Beikonvafðar fylltar kjúklingabringur
Kjúklingur með dijon parmesan hjúp
Súper einfaldur kjúklingaréttur
Ljúffengir leggir
Thailenskur kjúklingur í hnetusósu (Satay)
Hoi Sin kjúklingur
Grillaðar kjúklingabringur með apríkósugljáa
Kjúklingur með bönunum og rúsínum
Tandoori kjúklingasalat
Steikarsamloka með sveppum og bernaise sósu
Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu
Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Myndband
Notaðu eggjaskera til að skera annað en egg
Korma kjúklingur með eplum, tómötum og spínati
Myndband
Svona færðu bragðgóðan kjúkling