Kjúklingur með mozarella og tómötum

Þessi kjúklingur mun slá í gegn! Uppskriftin er frá Eldhúsperlum.

Kjúklingur með mozarella og tómötum:

  • 4 kjúklingabringur eða 8 úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 5 vorlaukar
  • 2 kúlur ferskur mozarella ostur
  • 1 krukka svartar ólífur
  • 1 dl balsamikedik
  • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
  • Ólífuolía

Aðferð: Kljúfið kjúklingabringurnar í tvennt ef þið notið þær. Kryddið kjúklinginn vel með salti og pipar og steikið þar til vel brúnaður og nánast eldaður í gegn. Færið kjúklinginn í eldfast mót og leggið sneið af mozarella osti ofan á hvern. Hitið grillið í ofninum. Skerið kirsuberjatómatana í tvennt og saxið vorlaukinn smátt. Setjið tómatana, hvíta hlutann af vorlauknum og ólífurnar á pönnuna og steikið í stutta stund við háan hita. Hellið balsamikedikinu út á pönnuna og leyfið að sjóða aðeins niður í 1-2 mínútur. Hellið yfir kjúklinginn og mozarellaostinn. Setjið undir grillið í u.þ.b 5-7 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.

min_IMG_4749

Stráið restinni af vorlauknum yfir og berið fram t.d með hrísgrjónum eða brauði.

min_IMG_4767

Skyldar greinar
Kjúklingasamloka með mozzarella og aioli majónesi
Beikonvafðar fylltar kjúklingabringur
Kjúklingur með dijon parmesan hjúp
Súper einfaldur kjúklingaréttur
Ljúffengir leggir
Thailenskur kjúklingur í hnetusósu (Satay)
Hoi Sin kjúklingur
Grillaðar kjúklingabringur með apríkósugljáa
Kjúklingur með bönunum og rúsínum
Tandoori kjúklingasalat
Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu
Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Myndband
Notaðu eggjaskera til að skera annað en egg
Korma kjúklingur með eplum, tómötum og spínati
Myndband
Svona færðu bragðgóðan kjúkling