Kókoskarrýsúpa með kjúkling – Uppskrift

Kókoskarrýsúpa (f 4 manns)

1-2 msk smjör eða matarolía
1 saxaður laukur
2 hvítlauksrif, söxuð
1-2 msk milt karrý
1  grænt epli, skrælt og rifið
1 l kjúklingasoð
2 dl kókosmjólk
2 stilkar sellerí
1 púrra
1 gulrót
Eldaður kjúklingur frá Ísfugl í strimlum eða bitum
salt og pipar

Laukur og hvítlaukur mýktur í smjörinu/olíunni. Karrýið sett útá. Eplið og hænsnasoðið sett saman við og suðan látin koma upp. Allt grænmetið skorið smátt og sett í súpuna, látið malla nokkrar mínútur.
Kókosmjólkin og kjúklingurinn sett í að lokum og hitað. Salt, pipar og karrý bætt við eftir smekk.

Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Árstíðabundinn matseðill
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Almennt um matarsýkingar
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Parmesanristaðar kartöflur
Myndir
Döðlugott
Suðræn stemning og æðislegur matur
Myndband
10 fjölskyldur með stórfurðulegar matarvenjur
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Heimagerður rjómaís
Þarmaflóran hefur áhrif á skap og líkamsþyngd
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp