Kolfinna fékk ekki að máta brjóstahaldara í Smáralind

Kolfinna Kristófersdóttir var að leita sér að brjóstahaldara og fór í Smáralindina. Þar lenti hún í leiðinlegri reynslu sem hún segir frá á Facebook:

 

Ég fór í Smáralindina í gærkvöldi og inní Debenhams Íslandi , ég stód ad bída eftir mátunarklefa til thess ad máta brjóstahaldara, ég spurdi afgreidslukonu sem var ad sjá um mátunarklefana hvort ad thad væri laust, thar sem thad var enginn ad bída á undan mér, thá fékk ég ad heyra thad ad karlmönnum væri ekki leyfilegt ad fara inní klefana, ég hélt fyrst ad hún væri ad grínast, en nei, tharna stód ég, med brjóstahaldara, midur mín ad leidrétta hana, ad ég væri kona. Svo ákvad ég eftir ad hafa gengid út, ad fara aftur inní búdina til thess ad fá ad tala vid verslunarstjóra og til thess ad spyrja hana, hvad med menn sem ad vilja máta brjóstahaldara? Hvad med fólk sem er í kynleidréttingarferli? Já thau geta farid í karlaklefana. En klefarnir voru ekki kynjamerktir. Svo baudst hún til thess ad fara med mér nidur til thess ad máta og lét mig vita ad afslátturinn væri sko thangad til á sunnudaginn, ef ég skildi vilja koma bara aftur, get ekki sagt ad ég hafi áhuga á tví. Mæli ekki med tví ad versla tharna.

 

Margir hafa komið með viðbrögð við þessari færslu hennar Kolfinnu og margir virðast reiðir vegna þessa. Kolfinna bætti við þarna fyrir neðan:

 

Hún áttadi sig sídan á tví ad ég væri kona eftir ad ödrum kúnna var brugdid útaf thessu og fór ad telja upp alla thá hluti vid mig sem væru kvennlegir, horfdi svo á mig og sagdi mér ad thad væri enginn vafi, ég væri rosalega kvennleg, thá var mér hleypt inn, og ég fór frekar stjörf inní klefann og aftur út

 

 

SHARE