Komdu skipulagi á ísskápinn

Það er okkur kannski ekki efst í huga þegar við komum heim úr búðinni, berandi og dragandi poka fulla af matvörum, að skipuleggja ísskápinn. Það er mjög freistandi að henda vörunum bara inn í ísskápinn þar sem er pláss, án nokkurs skipulags. Sem er auðvitað allt í lagi.

 

 

Það er hins vegar mun hreinlegra og snyrtilegra að hafa gott skipulag á matvælum. Það getur líka komið í veg fyrir krossmengun að aðskilja ákveðin matvæli. Hrátt kjöt ætti til dæmis alltaf að vera neðst í ísskápnum.

Ef grænmeti og ávextir eru geymdir neðst í skúffum þá þarf að gæta þess að pakka hráa kjötinu vel inn.

 

Í verslunum eins og Ikea, Rúmfatalagernum og Bauhaus er hægt að fá alls konar hirslur í ísskápinn svo hægt sé að flokka matvælin og koma góðu skipulagi á hlutina. Þetta auðveldar líka þrif. Eftir að hafa prófað að skipuleggja ísskápinn þá skilurðu eflaust ekki hvernig þó fórst að áður.

Heimildir: Fréttatíminn
Skyldar greinar
Þrífðu burstana á tveggja vikna fresti
Svona þrífurðu parketið
Auðveldaðu þrifin með viðeigandi tónlist
Svona fjarlægirðu fitu af flísum
5 frábærar lausnir í þrifum
Myndband
7 leiðir til að koma þér í stuð til að þrífa
Myndir
11 ráð sem allir geta nýtt sér
Ísmolar á bólurnar
Tékklisti fyrir þá sem eru að fara að ferma
Heitasti morgunmaturinn
Ráð fyrir draslara
Myndband
Húsráð: Losnaðu við hvítar rákir eftir svitaeyðir
Myndband
6 hlutir sem þú getur notað á nýjan máta
Myndband
5 æðisgengin ráð varðandi þrif á heimilinu
Myndband
Þrifalisti fyrir uppgefnar mæður
Myndband
Húsráð: Ný not fyrir hversdagslega hluti