Konfektgerð er skemmtilegri en maður heldur

Í seinustu viku fór ég á konfektnámskeið.

IMG_20151015_191326

Námskeiðið var haldið í höfuðstöðvum Nóa Síríus og ég mætti galvösk til að læra um leyndardóma konfektgerðarinnar. Ég man ekki eftir því að hafa búið til konfekt nema einu sinni á ævinni og þá rúllaði maður marsipani í kúlur og dýfði í suðusúkkulaði. Það var reyndar mjög gott, svona þegar ég leiði hugann að því.

Nú, við mættum nokkuð margar, bara konur. Kennarinn var hinsvegar karlmaður sem heitir Axel Þorsteinsson en hann starfar á Apotek Restaurant. Hann sagði okkur frá því hvernig best er að hita og bræða súkkulaði, kenndi okkur réttu handtökin og einnig réttu blöndurnar.

konfektbakari

 

Þvílík og önnur eins veisla! Það var hver molinn girnilegri og mig langaði, mest af öllu að sleppa fram af mér beislinu og borða ALLT sem var þarna. Ef ég hefði verið skilin eftir þarna ein í smá stund, þá hefði ekki verið hægt að halda þetta námskeið, það hefði ekkert verið eftir. Namm namm namm!

En auðvitað, hélt ég mig á mottunni, eins og við dömurnar gerum. Fylgdist með í ró og spekt og dáðist að hugmyndafluginu sem þarf til að setja molana og hversu einfalt þetta er í raun þegar maður hefur smá grunn. Ég sé til dæmis alveg fyrir mér að gera svona góðgæti fyrir jólin og gefa nokkrum útvöldum í jólagjöf. Auðvitað myndi ég gera smá fyrir mig líka og fjölskylduna en úlfahjörðin heima hjá mér „andaði“ molunum að sér á ljóshraða þegar ég gaf þeim lausan tauminn.

Hér eru nokkrar myndir frá þessu kvöldi:

 

 

Skyldar greinar
Hollt og ljúffengt konfekt
Koffín, neysla og áhrif
Myndir
Síþreytti unglingurinn byrjar í skóla
Kristaltær og ávöl snilldarvara
Myndband
Þú ert falleg undir farðanum
Myndir
7
Sólarexemið úr sögunni
2
Allir búnir að fá nóg af þessu, EN……
5
„Ekki segja neinum að ég hafi grátið“
Ég á afmæli og þá er þetta MINN dagur
Myndir
2
Sambrýnd með enni aftur á hnakka
Hvað getur þú gert?
Mér finnst með ólíkindum…
Myndir
15 skemmtilegar leiðir til að nota klakabox
2
Ég átti yndislega vinkonu
Hvernig er best að frysta berin?
Eitthvað gefur sig innra með mér…..