Konur ýmist tvíkynhneigðar eða samkynhneigðar: Ný rannsókn

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að konur æsa aðrar konur upp kynferðislega. Niðurstöðurnar voru birtar í Journal of Personality and Social Psychology. Rannsóknirnar voru framkvæmdar með því að fylgjast með augum kvenna á meðan þeim voru sýndar myndir af nöktum konum og körlum, en sjáöldrin þenjast út ef einstaklingur æsist kynferðislega.

„Þó svo að flestar konur líti á sig sem gagnkynhneigðar, sýnir rannsókn okkar að þegar kemur að því að koma þeim til, þá eru þær tvíkynhneigðar eða samkynhneigðar, en aldrei gagnkynhneigðar,“ segir Dr. Gerulf Rieger í samtali við The Telegraph, en hann hafði yfirumsjón með rannsókninni.

Sjá einnig: Miley Cyrus: „Ég er tvíkynhneigð“

Í þessari nýju rannsókn voru 300 konur, samkynhneigðar og gagnkynhneigðar, til rannsóknar. Það kom í ljós að konur urðu kynferðislega spenntar við að sjá myndbönd af konum og körlum, jafnvel þó þær litu á sig sem gagnkynhneigðar. Samkynhneigðar konur sýndu hinsvegar meiri kynferðisleg viðbrögð þegar þær sáu myndband of konum og voru viðbrögð þeirra, meira í líkingu við kynferðisleg viðbrögð karla, þó var það einstaklingsbundið eins og gefur að skilja.

Það er því sannað að gagnkynhneigðar konur horfa á fallegar konur. Það hefur líka sýnt sig þegar skoðanakönnun á þekktri klámsíðu leiddi í ljós að konur leita mjög oft að klámi með lesbíum og að konur horfa líka meira á klám en áður hefur verið þekkt.

Sjá einnig: 93% gagnkynhneigðra karla segjast kúra undir sömu sæng – Rannsókn

 

Kynhneigð kvenna er oft talin vera á gráu svæði. Í rannsókn frá árinu 2011 kom í ljós að 60% gagnkynhneigðra kvenna viðurkenndu að laðast að öðrum konum, en 45% kvenna sögðust hafa kysst aðra konu. 50% þátttakenda sögðust eiga lesbískar fantasíur. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar, draga rannsakendur þá ályktun að konur séu ástúðlegar við aðrar konur vegna þess að þær eru mýkri við hvor aðra. Það getur svo orðið til þess að vinskapur þróast í nánd eða ástarsamband.

Heimildir: Medical Daily 

SHARE