Kóresk rif sem hreinlega falla af beinunum

Þessi ofurgirnilegu rif eru frá Gulur,Rauður,Grænn&Salt og eru svo ljúffeng!

 

Kóresk svínarif
Fyrir 4-6
2 – 2 1/2 kg svínarif
200 g púðusykur
240 ml soyasósa, t.d. frá Blue dragon
120 ml vatn
60 ml Mirin, t.d. frá Blue dragon
1 lítill laukur, fínrifinn
1 lítil pera, fínrifin (má einnig nota epli)
4 msk hvítlauksmauk, t.d. minched garlic frá Blue dragon
2 msk sesamolía
¼ tsk svartur pipar
2 vorlaukar, skornir smátt (má sleppa)

  1. Stráið púðusykri yfir svínarifin og nuddið vel inn í kjötið. Leyfið að standa í um 10 mínútur.
  2. Útbúið marineringuna með því að blanda öllum hráefnunum sem eftir eru saman í skál.
  3. Setjið rifin í poka og hellið marineringunni yfir, lofttæmið pokann og lokið. Látið marinerast í amk. 5 klukkustundir, en helst yfir nótt, þá verður kjötið mun mýkra.
  4. Grillið á hvorri hlið í ca. 3-5 mín hvor. Skreytið með vorlauk ef vill.

 

Skyldar greinar
Lambalæri með einfaldri hvítlaukssósu
Gúllas með rauðu karrý og kókosmjólk
Kjötbollur í mildri chilli rjómasósu
Grillað Kofta með guðdómlegri tzatziki sósu og flatbrauði
Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum
Lasagna í uppáhaldi
Pestóhakkhleifur með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum
Mexíkóskur ostborgari með heimagerðu guacamole og tómatasalsa
Þriggja laga hráfæðinammi!
2
Samloka með kjúklingabauna- og avocadosalati
Sumarsalat með jarðarberjum og balsamik kjúklingi
Pastasalatið sem slær alltaf í gegn
Sætkartöflupizza með mozzarella og karamelluðum lauk
Einföld og sjúklega ljúffeng karamellu- og kókossósa
Amerískar pönnukökur á fimm mínútum