Kraftaverki líkast: Shanesha Taylor er holdgervingur vonarinnar

Shanesha Taylor rataði í heimsfréttirnar fyrr á þessu ári þegar hún var handtekin í kjölfar þess að hafa skilið tvo barnunga syni sínum eftir í bifreið meðan hún sótti atvinnuviðtal í Arizona. 

Shanesha, efnalítil og einstæð móðir tók þá örlagaríku ákvörðun að skilja börnin eftir í bílnum þegar barnagæsla hafði brugðist. Svo örvæntingarfull var hún í leit sinni að lausnum á fjárhagsstöðu fjölskyldunnar að hún gekk eins tryggilega og henni var unnt um börnin, gekk út og mætti á réttum tíma í viðtalið en greindi ekki frá því í viðtalinu að drengirnir biðu hennar úti í bílnum.

Heimspressan komst í málið eftir að vegfarandi hringdi í Neyðarlínu og lýsti yfir þungum áhyggjum vegna barnanna, en lyklarnir voru enn í kveikjulásnum þegar lögregluna bar að og bifreiðin var ólæst. Shanesha, sem þá bjó á götunni með börnum sínum, var færð í varðhald og börnunum var komið fyrir í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Umfjöllunin vakti gríðarlega athygli og svo fór að fjársöfnun var sett á laggirnar fyrir hina ógæfusömu móður, sem hlaut ekki starfið sem hún hafði sótt um en tapaði báðum litlu drengjunum í hendur lögreglu og var að lokum dregin fyrir dómara vegna ákæru um alvarlega vanrækslu.

 

10561543_1493204624257485_5488667912796564737_n

 

Shanesha fyrir utan dómshúsið með lögmanni sínum eftir að dómur var kveðinn upp

Sjálf fjársöfnunin, sem var sett upp af bláókunnri stúlku í hinum enda Bandaríkjanna – Amöndu nokkurri, sem sjálf kemur frá brotnu heimili og hafði takmarkaðan aðgang að Internetinu meðan á öllu stóð – vakti slíka athygli og aðdáun að fjölmiðlar tóku að beina kastljósi sínu að stúlkunni sem kom hinni örvæntingarfullu móður til hjálpar í neyð. Upphaflega stóð til að safna um einni milljón kŕona til styrktar Shaneshu, en viðbrögð almennings víða um heim voru svo sterk að þegar upp var staðið höfðu ríflega 12 milljónir íslenskra króna borist hinni örvæntingarfullu og einstæðu móður sem átti engra annarra kosta völ en að skilja tvö ungabörn eftir í aftursæti bifreiðar sinnar meðan hún sótti atvinnuviðtal.

 

10577087_1492855657625715_2904637640353506510_n

Shanesha og Amanda, sem hratt af stað söfnun á netinu sem skilaði 12 milljónum króna

 

Sjálf segir Shanesha, sem fór fyrir dómara og fékk lausn sinna mála í formi niðurfellingu ákæru; annað tækifæri og möguleika á að vinna börnin aftur að fullu:

 

Í raun og veru ákvað ég aldrei að skilja börnin eftir í bílnum. Ég fór ekki af stað með þeim ásetningi. Ég var búin að fá pössun fyrir drengina en sá sem átti að koma og gæta þeirra sveik mig. Hann kom aldrei. Svo einfalt var það bara.

 

Aðspurð hvað í raun fékk hana til að skilja börnin eftir, svaraði Shanesha því, í viðtali við Today Show að hún hefði verið knúin áfram af fullkominni örvæntingu:

 

Ég brotnaði bara niður. Ég var orðin algerlega ráðþrota og var á barmi örvætningar. Fjölskylda mín leið gríðarlegan skort, börnin mín voru hungruð og við vorum heimilislaus. Ég vissi það eitt að ég yrði að velja milli þess að sjá fyrir börnunum mínum eða að sjá um börnin mín. Ég valdi fyrri kostinn.

 

Hvort ákvörðun hennar hafi verið byggð á rökrænum grunni segist Shanesha eiga erfitt með að svara:

 

Sjálfri finnst mér mjög erfitt að svara því hvort ég hafi brugðist við af ábyrgð því ég var knúin áfram af fullkominni örvæntingu. Ég valdi þann kostinn sem var bestur í stöðunni á því augnabliki, hvað mér þótti best að gera til að reyna að sporna frammi fyrir þeirri skelfilegu neyð sem við stóðum frammi fyrir; að leita allra leiða til að tryggja mér og börnum mínum þak yfir höfuðið, fatnað og skó fyrir drengina var það eina sem fannst koma til greina – það eina sem komst að var sú hugsun að ég yrði að leita allra leiða til að sjá fyrir börnunum mínum.

 

Þó ákæra hafi verið felld niður á hendur Shaneshu, sem frá fyrsta degi vann nær ómælda samúð almennings, kom að lokum fyrir dómara sem felldi niður ákæruna með því skilyrði að Shaneshu yrði gert að sækja 26 vikna foreldranámskeið og peningarnir hafi streymt inn er ferlinu þó ekki enn lokið og enn á hún langt í land:

 

Ég er enn í því ferli að vinna börnin mín aftur eftir atvikaröðina, en ég sé drengina mína um hverja helgi. Við eyðum eins miklum gæðatíma saman og mér er hugsanlega unnt að veita þeim á þessum stutta tíma. Ég á sterk tengsl við drengina mína og við leikum okkur allan liðlangan daginn um helgar, allt þar til þeir fara frá mér aftur. Börnin munu snúa heim aftur og ég hlakka alveg óskaplega til aftur. Í dag get ég boðið börnunum mínum upp á heimili og því er að þakka þeim stuðningi sem ég hef fengið en þetta tekur tíma.

 

Shanesha, sem er staðráðin í að láta gott af sér leiða til fjölskyldna í vanda og einstæðra foreldra sem standa nú í sambærilegum sporum og hún var fyrir stuttu sjálf, segist stefna óhikað inn í geira mannúðarsamtaka og að henni langi óskaplega til að starfa sem upplýsinga- og stuðningsfulltrúi fyrir grasrótarsamtök sem styðja við efnalitla foreldra.

Fjármunir sem söfnuðust meðan Shanesha sat fyrst í gæsluvarðhaldi og beið svo þess að koma fyrir dómara vegna ákærunnar, hafa verið settir í sjóð sem stofnaður var til að halda um skólagjöld og þann kostnað sem tilfellur við menntun og daggæslu sona hennar, en sjálf hefur hún fengið fast starf í dag og býr við tryggar aðstæður á nýju heimili.

Aðspurð hvaða skilaboð hún vildi senda til þeirra foreldra sem standa í sambærilegri krísu og hún sjálf fyrir stuttu síðan, sagði Shanesha að mikilvægast af öllu væri að þora að taka í útrétta hendi:

 

Boðskapur sögu minnar er þessi: Ég skil og þekki raunir efnalítilla foreldra af eigin raun, en réttið út hendina og þiggið hjálpina þegar hún býðst. Ég skil vel að það skuli vera glufur í velferðarkerfinu og þekki þær mætavel af eigin raun en það eru alltaf einhver ráð í boði. Grasrótarsamtök sem hafa það eitt að markmiði að styðja við foreldra sem falla ekki undir viðmið velferðarúrræða; matargjafir og fataúthlutanir.  Segið frá stöðunni. Sækið eftir hjálpinni. Sláið aldrei á útrétta hendi.

 

Meira má lesa um Shaneshu og framvindu mála HÉR en hér má sjá allmagnaða umfjöllun MSNBC:

SHARE