Krónsískt stress – 6 einkenni sem þú mátt ekki hunsa

Líkami okkar er ótrúlegur á svo margan máta. Við berjumst við sjúkdóma, hann varar okkur við þegar hann gengur ekki rétt og minnir okkur nánast daglega á einn þátt sem flest okkar finna fyrir – Stress.

Sjá einnig: 3 gjörðir sem geta minnkað stress

Stress getur haft lamandi áhrif á okkur og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan okkar. Líkaminn er til þess gerður að vara okkur við og gefur okkur færi á því að velja á milli þess að forða okkur eða berjast (fight or flight) en þegar stressið er orði hefur náð hámarki er hætta á því að við þurfum að kljást við krónískt álag eða stress.

Slíkt álag er mjög slæmt fyrir heilsu okkar og getur haft áhrif á hjarta okkar, svefnmynstur, valdið kvíða og getur valdið þunglyndi. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að þekkja hættumerkin og vita hvenær við þurfum að bregðast við.

Sjá einnig: Hvað gerist í líkama þínum við of mikið álag/stress?

iStock_000039776770Large

1. Kvíðakast

Því er oft líkt við að hafa enga stjórn á líkama sínum og þér gæti liðið eins og þú ert óörugg/ur um hvernig þú átt að takast á við aðstæður. Nokkrar aðferðir gætu minnkað áhrif kvíðakasts og ein af þeim er öndunaræfing. Finndu þér rólegan stað og andaðu djúpt inn og út um nefið í dálitla stund til að róa þig og taka þig úr aðstæðunum. Það gæti gert undur og náð þér til baka úr kvíðakastinu.

2. Hugurinn á fullu

Ef hugurinn þinn er á fullu, getur verið erfitt fyrir þig að einbeita þér að því verkefni sem þú ert eða þarf að sinna. Ofhugsun getur truflað hugann, en prófaðu að finna penna og blað og gerðu síðan lista með fimm atriðum sem þú hefur náð að gera þann daginn. Það gæti róað þig og sýnt hvað þú hefur áorkað og lætur það sem þú átt eftir að gera minna yfirþyrmandi, einfaldlega með því að skrifa það niður.

Sjá einnig: Stress hefur áhrif á allan líkama þinn

3. Stífir vöðvar

Stífnun í vöðvum er algeng þegar við erum undir álagi. Það getur leitt til meira álags á liði okkar og valdið verkjum. Prófaðu að kreppa vöðvana með hverjum andadrætti og slaka síðan á vöðvanum um það bil 10 sinnum. Það hjálpar vöðvunum að slaka á.

4. Magaverkir

Kvíði er þekktur fyrir að koma út í líkama okkar, þá sérstaklega er meltingarkerfið fyrst til að láta okkur vita af kvíðanum. Þú getur fengið niðurgang, hægðatregðu og krampa í magann af krónísku stressi. Prófaðu að fá þér eitthvað að drekka sem er gert til þess að róa magann.

5. Svefnleysi

Er algengt þegar fólk er að glíma við einkenni mikils álags? Hefurðu einhvern tíma legið í rúminu þínu og óteljandi hugsanir þjóta um í huga þínum? Vísindamenn hafa sannað að blátt ljós sem kemur frá símum, tölvum og skjáum ýtir niður svefnhormóninu melantónín í líkama þínum. Slökktu á símanum þínum eða tölvunni í að minnsta kosti hálftíma áður en þú ferð að sofa til að fá betri svefn.

6. Þyngdaraukning

Sumir upplifa algjört lystarleysi þegar þau eru undir álagi. Munurinn á álagi og krónísku stressi er að líkami þinn fer að seyta adrenalíni, sem lætur okkur langa til að borða og margir upplifa mikla löngun í að narta þegar þau eru stessuð, sem getur leitt til þyngdaraukningar.

Ef þú ert að upplifa eitthvað af þessum einkennum, skaltu ekki efast um merkin sem líkami þinn er að senda þér í eitt augnablik.

SHARE