Kvenleiki fer aldrei úr tísku: Tímalausir hátíðarkjólar úr smiðju Chanel

Ófáir bíða útgáfu hátíðarmyndar Chanel með eftirvæntingu, en kvikmyndin verður frumsýnd við hátíðlega athöfn annað kvöld í Salzburg – þegar jólalína Chanel verður kynnt með pompi og prakt, en HÛN sýndi eftirminnilega brot úr ástarævintýri Lagerfeld í síðustu viku.

Því er við hæfi að renna augunum yfir vetrarlínu Lagerfeld þetta árið og sér í lagi er athyglisvert að greina hversu hlýleg, látlaus og klassísk línan er í ár. Ullarefni, bróderað mynstur, lágbotna skór og úfnir drengjakollar fóru stórum þegar línan var kynnt til leiks í júlí á þessu ári.

Silfraðir og logagylltir þræðir ofnir af kostgæfni í dúnmjúk og hlýleg ullarefnin, hárnákvæmur efnisskurðurinn og þægilega hlýlegar vetrarkápur, kvartbuxur undir fallega hringskornum pilsum og svo hinn klassíski Chanel jakki í allri sinni dýrð.

Þó fæstar okkar hafi efni á Chanel, er áhorfið sjálft draumkennt og þjónar sem þægilegur innblástur að vali á hátíðarkjólum sem buddan leyfir. Kvenleiki fer aldrei úr tísku.

CHANEL: Pharrell Williams og Cara Delevingne í hátíðarmyndinni Reincarnation

Tíu heitustu karlmódel allra tíma í myndum og máli

10 guðdómlegir brúðarkjólar að mati Vogue: Myndir

SHARE