Kvöldmatur á hraðferð Cobb salat með sætri sinnepssósu

Hvers einfalt og þægilegt er þessi frá Gulur,rauður,grænn og salt.com og svo ótrúlega holl.

IMG_1242

Cobb salat með sætri sinnepssósu
Fyrir 4-6
Eldunartími 20 mínútur

Blandað salat að eigin vali
1 avacado, skorið í teninga
8 beikonsneiðar, eldaðar stökkar
1 krukka fetaostur
4-5 tómatar, skornir í báta
4 egg, harðsoðin
1 eldaður kjúklingur, skorinn í litla bita

Hunangsdressing
1 vorlaukur, smátt skorinn
75 ml hvítvínsedik
75 ml hunang
75 ml dijon sinnep
1 tsk salt og pipar
300 ml ólífuolía

  1. Leggið salatið á disk.
  2. Raðið síðan yfir salatið avacado, eggjum, tómötum, kjúklingi, beikoni og fetaosti.
  3. Gerið salatdressinguna með því að blanda öllu saman í matvinnsluvél að olíunni undanskilinni. Bætið henni varlega út í.  Þá á dressingin að þykkna. Berið fram með salatinu og hellið út á salatið rétt áður en það er borið fram. Mér þykir gott að láta bara örlítið og leyfa svo hverjum og einum að bæta út á að eigin smekk.
Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Árstíðabundinn matseðill
Almennt um matarsýkingar
Hummus
Parmesanristaðar kartöflur
Myndir
Döðlugott
Suðræn stemning og æðislegur matur
Myndband
10 fjölskyldur með stórfurðulegar matarvenjur
Tandoori kjúklingasalat
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Sykurpúðakakó
Ávaxtakaka með pistasíum
Þarmaflóran hefur áhrif á skap og líkamsþyngd
Drykkur sem bætir brennsluna á nóttunni
Gulrótaterta með kasjúkremi