Kynlíf: Einkar viðkvæmum (jafnvel vandræðalegum) spurningum svarað

Við getum verið sammála um að kynlíf er spennandi, fallegt og hressandi. En stundum getur það verið vandræðalegt og jafnvel ruglandi. Eins og við vitum gerast af og til hlutir í kynlífi sem of vandræðalegt er að ræða við nokkurn mann. Jafnvel of vandræðalegt til þess að deila með nánustu vinkonum. Fyrir utan að í mörgum tilvikum hafa þær engin svör á reiðum höndum.

Hver hefur þá svörin? Nú Cosmopolitan að sjálfsögðu! Förum yfir hvaða vandræðalegu spurningar hafa brunnið á lesendum tímaritsins í gegnum tíðina:

Er gott eða vont að vera með þrönga píku?

– Það veltur alfarið á typpinu, hvort það er mjótt eða þykkt.

Geta typpi brotnað?

– Já, það kallast brákað typpi. Slík meiðsli eru mjög sársaukafull og geta átt sér stað þegar beinstíft typpið er beygt of harkalega eða ef hann þrýstir sér óvart á móti hörðu yfirborði, eins og læri bólfélagans eða lífbeini. Það sem á sér stað er að innra hólf limsins rifnar og það veldur háværu hljóði. Í kjölfarið kemur mar, bólga og nístandi sársauki.  Ef ekki er leitað læknishjálpar í svona tilviki getur örvefur myndast þegar meiðslin gróa og leiðir það jafnvel til þess að typpið verður skakkt til frambúðar.

jason-segel-sex-tape

Eiga karlmenn að gera grindarbotnsæfingar?

– Rétt eins og konur eru karlmenn með grindarbotnsvöðva. Sömu æfingar og sérfræðingar mæla með fyrir konur, til þess að auka unað sinn, geta gagnast karlmönnum. Styrki karlmenn þessa vöðva sína getur stinning limsins orðið þéttari. Til þess að staðsetja vöðvana á karlmaðurinn að halda í sér þegar honum er mál að pissa. Hann ætti að herpa saman vöðvana og halda því í þrjár sekúndur í hvert skipti.

Mig langar að gæla við endaþarminn á honum. Hvernig ber ég mig að?

– Ef þú ert til í að gæla við afturendann á honum skaltu fara varlega og kanna hvað honum finnst um það. Sumum karlmönnum finnst endaþarmurinn vera algjört bannsvæði. Karlkyns G-bletturinn er á fremri vegg endaþarmsins og örvun hans getur verið unaðsleg. En það er vissara að fara ekki nálægt bossanum í leyfisleysi.

Stundum, í samförum, heyrist vandræðalegt hljóð frá píkunni. Það hljómar eins og prump. Get ég komið í veg fyrir það?

– Þessi háværi útblástur er oft kallaður píkuprump. Þegar konur eru æstar teygist á veggjum legganganna, svo rými myndast fyrir liminn. Þegar hann þrýstir sér fram og til baka í samförum fer loft inn í þig sem fyllir upp í rýmið sem myndast hefur í leggöngunum. Ef þið skiptið um stellingu eða hann fer mjög djúpt inn getur loftið sloppið út og prumphljóð komið í kjölfarið. Einnig er hægt að ,,píkuprumpa” eftir kynlíf, þegar leggöngin eru að skreppa saman á nýjan leik. Þetta er alveg eðlilegt en ef þetta veldur þér miklum áhyggjum getur þú komið í veg fyrir það með eftirfarandi ráðum: ,,Liggðu á bakinu og þrýstu með lófanum á kviðinn áður en samfarir hefjast. Þetta þrýstir út lofti sem er í leggöngunum.” Einnig má biðja bólfélagann að fara grynnra inn í þig. Annars má bara hafa húmor fyrir prumpinu og hlæja ef slíkt á sér stað.

 

h-IS-SEX-ADDICTION-REAL-960x540

Ég hef áhyggjur af því hvernig ég bragðast og lykta þegar nýr karlmaður fer niður á mig. Er eitthvað sem ég get gert?

– Þetta er mjög algengt áhyggjuefni meðal kvenna. Sem er kaldhæðið því það er einmitt þessi lykt sem kemur mörgum karlmönnum til. En ef þú ert áhyggjufull getur þú auðvitað ekki notið gælnanna til fulls. Til þess að róa taugarnar getur þú skolað kynfærin með smá vatni áður en þið stundið kynlíf. Ekki nota sterka sápu eða slíkt, hún getur ert. Forleikinn mætti til dæmis hefja á sameiginlegri sturtuferð.

Ég og kærastinn minn notum kynlífsleikföng, hversu oft þurfum við að þrífa þau?

– Best er að þrífa þau eftir hvert skipti með heitu vatni og sýkladrepandi sápu. Ef leikföngin eru ekki þrifin nægilega vel geta bakteríur fjölgað sér og valdið sýkingum í leggöngum.

Heimild: Eldheitur leiðarvísir Cosmó að leyndardómum kynlífs.

Tengdar greinar:

Topp 10 áhugaverðustu kynlífstækin árið 2014

Ástfangin pör prófa fáránlegar kynlífsstellingar úr glansritum

8 snilldar kynlífsráð til að tileinka sér

 

SHARE