Lana Del Rey er að klára Honeymoon

Lana Del Rey er að leggja lokahönd á fjórðu breiðskífu sína sem koma mun út á þessu ári – en breiðskífan mun bera heitið Honeymoon og inniheldur í það minnsta níu lög, sem Lana samdi og útsetti í beinu framhaldi af Ultraviolence, sem hún gaf út árið 2014.

Lana svaraði aðspurð í viðtali við tónlistarvefinn Billboard í janúar að breiðskífan myndi bera meiri keim af Born to Die og Paradise, sem voru tvær fyrstu breiðskífur hennar:

Ég lauk vinnunni við Ultraviolence í mars á síðasta ári, breiðskífan kom út í júní og þá þegar var ég farin að vinna að minni fjórðu breiðskífu. Ég hef unnið stöðugt að [Honeymoon] í talsverðan tíma núna og ferlið hefur tekið á sig mynd sem ég er virkilega ánægð með. Ég nýt þess í raun og tilfinningin, sú túlkun sem ég legg í nýju breiðskífuna er myrkari; dekkri en áður. Ég er sátt.

Lana semur alla tónlistina sjálf, en ljóstrar þó upp við Billboard að hún sé afar hrifin af Ninu Simone og að hennar freisti að flytja lagið Don’t Let Me Be Misunderstood, sem hún hefur þegar hljóðritað:

Mér finnst fallegt að ramma plötuna inn með jazzi og ég er einlægur aðdáandi Ninu Simone.

Lana Del Rey var tilnefnd til Golden Globes verðlauna fyrir frumsamið lag sitt Big Eyes sem var titillag samnefndrar kvikmyndar sem Tim Burton leikstýrði á síðasta ári, en bikarinn hreppti John Legend fyrir lag sitt Glory

Hér má heyra lag söngkonunnar; I Can Fly sem ómar í kvikmyndinni Big Eyes:

SHARE