Lasagna í uppáhaldi

Þetta lasagna er í uppáhaldi hjá Dröfn sem setur sínar uppskriftir á Eldhússögur.is IMG_3517

IMG_3506

 

Uppskrift (ath! Passar í tvö meðalstór eldföst mót):

Kjötsósa:

 • 1 kiló nautahakk
 • 4 dósir niðursoðnir tómatar, ca. 400 g (ég nota yfirleitt mismunandi bragðbætta tómata, t.d. með hvítlauk, chili og basiliku)
 • 1 tsk kjötkraftur
 • 1 tsk heitt pizzakrydd frá Pottagöldum
 • 1 tsk basiliku krydd
 • 1 tsk oregano krydd
 • 1/2 tsk hvítlaukskrydd (t.d ítalskt hvítlaukskrydd frá Pottagöldrum)
 • salt og pipar
 • lasagna plötur
 • 370 g rifinn ostur

Ostasósa: 

 • 400 g rjómaostur
 • 2-3 dl mjólk
 • 1 askja rifinn piparostur (100 g), hægt að nota venjulegan rifinn ost
 • salt og pipar

Aðferð

Ofn hitaður í 200 gráður. Nautahakkið steikt á pönnu og kryddað. Tómötum í dós bætt út í og látið malla á meðan ostasósan er útbúin. Rjómaosturinn látin bráðna í potti við meðalhita. Mjólk, rifnum piparosti og kryddum hrært út í.

Lasagna sett saman: Fyrst er ostasósa sett á botninn á smurðu eldföstu móti. Því næst er lasagna plötum raðað yfir og svo er kjötsósunni dreift yfir lasagnaplöturnar. Endurtekið á meðan hráefni endast. Endað á ostasósunni og að lokum er rifnum osti dreift yfir.

Bakað í ofni við 200 gráður í ca. 25 mínútur. Berið fram með góðu brauði og salati.

IMG_3503IMG_3519

 

Skyldar greinar
Spaghetti bolognese
Lambalæri með einfaldri hvítlaukssósu
Myndband
Sniðugir hlutir til að gera við samlokupoka
Myndband
Tannstöngullinn til bjargar – 10 snilldarráð
Gúllas með rauðu karrý og kókosmjólk
Kjötbollur í mildri chilli rjómasósu
Grillað Kofta með guðdómlegri tzatziki sósu og flatbrauði
Myndband
Notaðu gaffal til að móta augabrúnirnar þínar
Pestóhakkhleifur með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum
Myndband
Sniðug ráð fyrir hár og hárumhirðu
Lambahryggsvöðvi með ólífu- og chilimauki
Stökkt Thai nautakjöt í mildri chilisósu
Dásamlegt hægeldað lambalæri
Hægeldaður lambahryggur í jólaöli
Fylltur lambahryggur með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti
Sunnudagssalat með lambalundum